21.5.2020 | 02:47
Tuttugu maídagar
Tuttugu dagar liðnir af maí - blessunarlega tíðindalitlir í veðri - slatti þó af fallegum sólarlögum (og nú er maður farinn að sjá upprásina líka). Mikið mistur og rykfall gekk yfir suðvesturhornið - sennilega mest innlend framleiðsla - en svo hittist reyndar á að erlendar greiningar sáu eitthvað fleira á ferð. - En meðalhiti dagana 20 er 6,0 stig í Reykjavík, nákvæmlega í meðallagi 1991 til 2020 og -0,1 stigi neðan við meðalhita sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í 10.sæti (af 20) á öldinni. Hlýjastir voru dagarnir 20 árið 2008, meðalhiti þá 8,1 stig, en kaldastir voru þeir 2015, meðalhiti 3,7 stig. Á langa listanum er meðalhitinn nú í 62.sæti (af 144). Hlýjastir voru dagarnir 20 árið 1960, meðalhiti 9,3 stig, en kaldastir 1979, +0,5 stig.
Meðalhiti á Akureyri er nú 4,8 stig, -0,6 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -0,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
Við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Suðurlandi raðast hitinn nú í 10.sæti á öldinni, en öllu kaldara hefur verið austanlands, hitinn raðast í 17.sæti á Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Hiti er rétt ofan meðallags síðustu tíu ára á fáeinum stöðvum suðvestanlands, mest +0,2 stig í Grindavík og við Reykjanesbraut, en kaldast að tiltölu hefur verið á Gagnheiði, hiti þar -2,2 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.
Úrkoma er neðan meðallags. hefur mælst 14,6 mm í Reykjavík og er það tæplega helmingur meðallags. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 4,5 mm, rúmur fjórðungur meðalúrkomu. Úrkoma hefur þó oft mælst minni sömu daga.
Sólskinsstundir hafa mælst 155,9 í Reykjavík, um 20 stundum umfram meðallag 1991 til 2020. Á Akureyri hafa mælst um 107 stundir.
Svo virðist sem hvorki stórhlýindi né teljandi áföll séu í kortunum á næstunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Heill og sæll síðuhöfundur.
Ég og tengdafaðir minn voru að ræða núverandi vetur og þurfum að fara langt aftur. Langt er mjög afstætt en hann vildi meina að árin í kring um 1970 væru sambærileg en þó ekki, hann gat ekki sett beinan fingur á mismuninn en benti á veturnar á undan og í kring gætu verið viðmið. Lengi getur vont vanist en hann er fæddur fyrir stríð og nokkuð veðurminnugur. Miðað við myndir þessa dagana af ruðningum þá vantar Breiðadalsheiðina í samhengi því henni var ávalt gerð skil í blöðunum í þá daga. Kannski eru til myndir sem sýna snjóstálin á ýmsum heiðum á sama tíma eftir árum? Það væri fróðlegt að sjá þær myndir í samhengi áranna.
Sindri Karl Sigurðsson, 22.5.2020 kl. 00:08
Síðastliðin vetur var ekki sérlega kaldur þó illviðrasamur væri - mun hlýrri en algengast var á kuldaskeiðinu 1965 til 1995. Ég hef ekki aðgang að myndum af snjóstálinu á Breiðadalsheiði - en horfi menn á slíkar myndir verður að hafa í huga að rutt var á nokkuð misjöfnum tíma - tækin urðu smám saman afkastameiri. Illviðravetur hafa verið sjaldséðari á þessri öld en var fyrir aldamótin, ætli sá nýliðni teljist ekki sá illviðrasamasti ásamt vetrinum 2014 til 2015 - en ég held að norðaustanáttir hafi verið ívið algengari nú en þá og snjór því trúlega ívið meiri norðantil á Vestfjörðum og jafnvel á landinu austanverðu líka. En gríðarlega snjóþungt og illviðrasamt var veturinn 1994 til 1995 og reyndar flesta vetur þar á undan - alveg frá hausti 1988. Mjög snjóþungt var líka upp úr 1980 - alveg til 1983 til 1984 - og svo framan af og um miðjan áttunda áratuginn.
Trausti Jónsson, 24.5.2020 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.