Met - en þó ekki samanburðarhæft við annað

Síðastliðna nótt [9.maí] mældist -22,2 stiga frost á veðurstöðinni á Dyngjujökli, stöðin er í nærri 1700 metra hæð yfir sjávarmáli, sú langhæsta á landinu og í allt öðru veðurfari en allar aðrar stöðvar. Þann 2.maí 2013 mældist frostið á Brúarjökli -21,7 stig (í um 850 m hæð). Mesta frost sem mælst hefur í byggð í maí er -17,6 stig. Það mældist á Grímsstöðum á Fjöllum sama dag og metið var sett á Brúarjökli (2.maí 2013).

Athugað hefur verið á Dyngjujökli frá 2016, en mikið vantar í mæliröðina. Fjöldi meta mun því falla þar næstu árin verði athugunum haldið áfram. Hitamælir stöðvarinnar er ekki í staðalhæð (lægri en á öðrum stöðvum) - og því ekki um staðalaðstæður að ræða. - En út af fyrir sig er þetta lægsti hiti sem mælst hefur á íslenskri veðurstöð í maímánuði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt í einu kom upp forvitni að vita með hverju hitamælar á veðurstofum við jökla mæla,þótt nægi að þekkja kvikasilfrið í munnmælum.   

Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2020 kl. 22:12

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þú getur líka keypt þér kvikasilfurslausan munnmæli - það eru til nokkar gerðir. Mismunandi hiti skapar mismunandi spennumun milli tveggja mismunandi málma - (í grófum dráttum). Nú hefur evrópursambandið bannað kvikasilfursmæla - líka fyrir fólk. Tæknilega sinnaðir geta flett upp orðinu thermocouple á netinu til frekari upplýsinga. https://en.wikipedia.org/wiki/Thermocouple

Trausti Jónsson, 11.5.2020 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 107
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1856
  • Frá upphafi: 2348734

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 1627
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband