9.5.2020 | 20:49
Af sólskinsstundum (og lúmsku meti)
Tilefni ţessara skrifa er lúmskt met sem sett var í Reykjavík í gćr (föstudag 8.maí). Sólskinstundir mćldust ţá 16,2 og hafa aldrei mćlst fleiri ţennan sama almanaksdag. Ţetta er reyndar í annađ sinn á árinu sem sólskinsstundadćgurmet fellur í Reykjavík. Mćlt hefur veriđ í um 100 ár og ţví má búast viđ ţví ađ 3 til 4 slík met falli á hverju ári - ađ jafnađi. Ađ dćgurmet sé slegiđ er ţví ekki svo sérlega merkilegt - gerđist líka 8.mars. En metiđ í gćr er örlítiđ merkilegra - 16,2 stunda sólskin hefur nefnilega aldrei mćlst áđur svo snemma vors.
En sólskinsstundir eru nú mćldar međ tveimur mćlum í Reykjavík. Annars vegar svokölluđum Campbell-Stokes glerkúlumćli - og hins vegar međ sjálfvirkum geislunarskynjara. Ţegar sólin skín í gegnum kúluna brennir hún svartan blett (rćmu sé sólskiniđ samfellt) í pappír sem liggur í sćti bakviđ kúluna. Margt getur fariđ úrskeiđis í mćlingum sem ţessum, en ţćr eru samt býsna öruggar ţegar á heildina er litiđ, ţví margt getur líka fariđ úrskeiđis í geislunarskynjurum nútímans - ţar er reyndar fleira sem getur beinlínis bilađ heldur en í eldri mćlum.
En mćlagerđirnar tvćr sýna ekki alltaf nákvćmlega sömu tölu. Einn af megingöllum eldri gerđarinnar er ađ hér á norđurslóđum er sólargangur svo langur á sumrum ađ pappírssćtiđ vill skyggja á sólina seint á kvöldin - og eldsnemma morguns. Mćlt er međ ţví ađ á norđurslóđum séu mćlt međ tveimur mćlum - annar snýr ţá til suđurs, en hinn til norđurs. Ţađ hefur reyndar aldrei veriđ gert hér á landi. Ţó mćlarnir eigi ekkert ađ hafa breyst í meir en 100 ár er ţađ samt ţannig ađ svo virđist sem sá mćlir sem notađur var fyrir 90 til 100 árum hafi ekki skyggt alveg jafnmikiđ á og sá sem nú er í notkun.
Ţannig er ţađ ađ sjálfvirki mćlirinn í Reykjavík geti mćlt ađeins fleiri sólarstundir heldur en hinn ţá daga sem sól er hćst á lofti í Reykjavík.
Ţetta var ţannig í gćr, gamli mćlirinn mćldi ţá 16,2 stundir, en sá nýi 16,7. Ţađ er líka dćgurmet í ţeirri mćliröđ - og líka ţađ mesta sem mćlst hefur svo snemma vors.
En lítum á mynd sem sýnir samanburđ dćgurmeta mćligerđanna tveggja. Mćlingar ţess sjálfvirka hafa stađiđ samfellt (nćstum ţví) frá og međ árinu 2006, en í hinni röđinni notum viđ mćlingar allt aftur til 1911 - fyrstu 13 árin vantar ađ vísu dálítiđ í mćlingarnar.
Rauđa linan sýnir mesta sólskinsstundafjölda hvers almanaksdags eins og hann hefur mćlst međ gamla mćlinum, en bláa ţreparitiđ ţađ mesta sem sjálfvirki mćlirinn hefur skráđ sömu daga. Viđ sjáum strax ađ sjálfvirka röđin er mun styttri en hin - allir almanaksdagar ársins hafa á 100 árum einhvern tíma veriđ sannir sólskinsdagar, en ekki á ţeim stutta tíma sem sjálfvirki mćlirinn hefur veriđ í notkun - ţađ mun ţó smám saman gerast. Međ reiknikúnstum mćtti e.t.v. giska á međalskýjahulu međ samanburđi á ţessum tveimur röđum.
Ţađ er líka eftirtektarvert ađ frá ţví um miđjan maí og fram yfir miđjan júlí eru allmargir dagar ţar sem sjálfvirki mćlirinn hefur mćlt fleiri sólskinsstundir en nokkru sinni hafa mćlst á gamla mćlinn sama almanaksdag. Ţetta er einmitt sá tími sem rćtt var um hér ađ ofan - armar pappírssćtisins skyggja á sólina ţegar sólargangur er hvađ lengstur.
Nú styttist vćntanlega í ađ gamla mćlinum verđi alveg lagt - ritstjóri hungurdiska er reyndar alveg á móti ţví - en verđur vćntanlega ađ beygja sig fyrir nýjum tímum rétt eins og elli kerlingu - og ađ ţví mun koma ađ pappír verđur ófáanlegur í gamla mćlinn. Vonandi verđur mćlingum ţessum ţó haldiđ áfram ađ minnsta kosti til nćstu áramóta, en ţá lýkur međaltalstímabilinu 1991 til 2020. Ljóst er ađ mćlingar nýja mćlisins eru ekki alveg sambćrilegar viđ ţćr gömlu. Eins og sjá má hér ađ ofan er líklegt ađ sólskinsstundir ađ sumarlagi verđi íviđ fleiri en áđur á nćstu árum - séu tölur nýja mćlisins bornar saman viđ eldri tölur - án einhverra leiđréttinga. Veđurfrćđingar framtíđarinnar munu ţó varla falla í ţá gildru - leiđréttingar verđa gerđar - eins og ţörf er á í öllum löngum mćliröđum hverju nafni sem ţćr nefnast.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annađ
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.