29.2.2020 | 02:48
Alþjóðaveturinn 2019 til 2020
Alþjóðaveðurfræðistofnunin telur vetur á norðurhveli ná til mánaðanna desember, janúar og febrúar. Alþjóðaveturinn er því styttri en vetur á Íslandi, við teljum mars með - enda oft kaldasti mánuður ársins hér á landi. Ritstjóri hungurdiska hefur undanfarin ár reiknað meðalhita alþjóðavetrarins hér á landi og fjallað um niðurstöður þeirra reikninga.
Reiknaður er meðalhiti veðurstöðva í byggð aftur til 1874 - og árum aftur til 1823 bætt við (en landsmeðalhiti fyrstu áranna er mikilli óvissu undirorpinn). Meðalhiti í byggðum landsins síðustu 3 mánuði er -0,2 stig og telst það nokkuð hlýtt á langtímavísu (eins og sjá má á myndinni), en er samt 0,6 stigum lægri en í fyrra.
Veruleg leitni reiknast yfir tímabilið, +1,5 stig á öld. Á 20. öld allri var meðalhiti alþjóðavetrarins 16 sinnum ofan við frostmark, en hefur 9 sinnum verið það nú þegar á þessari öld - þó veturnir séu aðeins orðnir 20. Fari svo fram sem horfir verða 45 vetur ofan frostmarks á 21.öld. Slíkt væri mikil breyting frá fyrra ástandi. Á 19.öld þekkjum við ekki nema 3 vetur ofan frostmarks (gætu þó verið eitthvað fleiri - reiknióvissa er mikil) á 78 árum.
En sannleikurinn er þó sá að við vitum ekkert um framtíðina frekar en venjulega. Rætist spár um hnattræna hlýnun að fullu verða hlýju veturnir væntanlega enn fleiri en 45 á 21.öld - en einnig er vel hugsanlegt að við höfum þegar tekið út meiri hlýnun en okkur ber og talan orðið nær 45 - jafnvel lægri.
Reiknuð leitni á myndinni er ekki síst há fyrir þá sök að vetur kuldaskeiðs 19. aldar voru almennt töluvert kaldari heldur en kaldir vetur kuldaskeiðs 20.aldar. Sömuleiðis hafa mjög kaldir vetur alls ekki látið sjá sig á nýrri öld. Minni munur er á hlýskeiðunum en samt voru kuldaköst 20.aldarhlýskeiðsins snarpari heldur en skyldulið þeirra á síðustu árum - eins og glögglega má sjá á myndinni. Er þetta allt í samræmi við ísrýrnun í norðurhöfum.
Febrúarmánuður hefur reyndar verið furðunærri meðallagi síðustu 30 ára, en almennt rúmu 1 stigi kaldari en meðallag síðustu tíu ára. Úrkoma hefur verið vel yfir meðallagi á Norður- og Austurlandi, en undir því suðvestanlands. Sólskinsstundir eru nærri meðallagi í Reykjavík. Vindhraði er yfir meðallagi í febrúar, en þó sker mánuðurinn sig ekki eins úr hvað vind varðar eins og janúar gerði. Alþjóðaveturinn hefur í heild verið vindasamur hér á landi, en þó var meðalvindhraði ámóta og nú 2013 til 2014 og 2014 til 2015. Þar með er þessi hluti vetrarins orðinn einn af þremur þeim vindasömustu í 25 ár. Illviðradagar hafa líka verið óvenjumargir - en við látum uppgjör á slíku bíða þar til allar tölur hafa borist.
Loftþrýstingur hefur verið óvenjulágur, í hópi þeirra tíu febrúarmánaða sem lægstir eru síðustu 200 ár og meðalloftþrýstingur mánuðina þrjá virðist ætla að verða sá lægsti í 200 ár - að vísu er ómarktækur munur á því sem lægst er vitað um áður og þrýstingnum nú. Merkileg tíðindi samt. Hin miklu hlýindi sem ríkjandi hafa verið í Evrópu og langt austur í Síberíu eru fyrst og fremst afleiðing þessa óvenjulega ástands - hvað sem svo aftur veldur því.
En eins og áður sagði telst mars til vetrarins hér á landi og stöku sinnum hefur hann sýnt á sér vægari hliðar en hinir vetrarmánuðirnir - en stundum er hann kaldastur og verstur þeirra allra.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Aðeins að gera athugasemd við fullyrðingar blogghöfundar um að mars hafi "stöku sinnum sýnt á sér vægari hliðar" en janúar og febrúar og að "stundum" sé hann kaldastur og verstur þeirra.
Samkvæmt upplýsingum frá Trausta sjálfum er mars kaldari en hinir tveir á fimm ára fresti.
Og samkvæmt mínum eigin útreikningum (einnig byggðir á tölum frá meistaranum) þá er mars yfirleitt allt að einu stigi hlýrri en hinir tveir ef miðað er við Veðurstofutúnið í borg óttans (bæði ef miðað er við tímabilið 1961-90 og síðustu 10 ár). Þetta kalla ég sem sé ekki "stöku sinnum" heldur yfirleitt.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 29.2.2020 kl. 08:33
Einka mæling mín á kulda mælist svo oft í Mars og byrjum Apríl á hrolli í vindi,þótt mælar síni sömu tölu og deginum áður í kyrrð. Þetta gerist í áhorfi í fótbolta þegar amman er hvött að sjá lið krakkanna utan af landi.
Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2020 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.