Af ţrálátum lágţrýstingi

Loftţrýstingur hefur ađ međaltali veriđ mjög lágur hér á landi síđastliđna ţrjá mánuđi, sérstaklega í janúar og febrúar. Í fljótu bragđi sýnist sem ţrýstingur í janúar hafi veriđ međal ţeirra 10 lćgstu síđustu 200 árin - formlega í 9. til 10.sćti á lista ritstjóra hungurdiska og í febrúar lendir hann í sjöttalćgsta sćti á sama lista. En saman ná mánuđirnir ţrír nćstlćgsta međalţrýstingnum - sjónamun ofan sömu mánađa 2013 til 2014 - en ómarktćkt og veturinn 1989 til 1990 var ţýstingur líka jafnlágur og nú ţessa sömu almanaksmánuđi.

w-blogg010320

Myndin sýnir međalloftţrýsting í desember til febrúar allt frá 1821. Nákvćmnin lengi framan af er ţó ekki nema 1 til 2 hPa. Breytileikinn frá ári til árs er hins vegar svo mikill ađ óvissan skiptir í raun litlu máli nema ţegar ađ kemur ađ smámunasamri röđun í sćti. Reikna má lítilsháttar ţrýstifall, um 1 hPa á öld - en ţađ verđur ađ teljast ómarktćkt. Breyting frá ári til árs virđist afskaplega tilviljanakennd - en ţó gćtir ţyrpinga lítillega ţannig ađ drjúg sveifla er í 10 ára keđjumeđaltölum (sem rauđi ferillinn sýnir).

Ţrýstisveiflur á Íslandi ráđa ađ mestu NAO-vísinum svonefnda og sömuleiđis er fylgni ţeirra viđ AO (Arctic Oscillation - (bjarnarilluna (bein ţýđing))) mjög mikil. Fyrrnefndi vísirinn var mjög í tísku fyrir um 30 árum, sérstaklega í kringum 1990. Eins og glögglega kemur fram á myndinni var ţá mjög langt síđan ţrýstingur hafđi veriđ jafnlágur viđ Ísland og NAO vísirinn ţví í hćstu hćđum. Á sama tíma gengu sérlega hlýir vetur yfir Evrópu. Margir töluđu um ţetta sem veđur framtíđar en gćttu ekki ađ ţví ađ ámóta ástand hefđi veriđ nokkuđ algengt um 70 árum áđur. Hvađ um ţađ - ótrúlega gott samband er á milli vetrarhita í Evrópu norđanverđri og ţrýstings á sama tíma á Íslandi. 

Á síđari árum er fariđ ađ bera meira á tali um AO-vísinn. Kannski er ţađ vegna ţess ađ menn eru smám saman ađ átta sig betur og betur á tengslum vindafars heiđhvolfs annars vegar og veđrahvolfs hins vegar. Hugmyndin kannski sú ađ vegna einfaldari hringrásar í heiđhvolfinu sé einfaldara ađ spá veđri ţar til lengri tíma heldur en niđri í veđrahvolfi. Séu samskipti hvolfanna á einhvern hátt reglubundin megi e.t.v. nota heiđhvolfsspár til ađ ráđa í stóru drćttina í veđurlagi veđrahvolfs jafnvel 2 til 3 vikur fram í tímann. Eitthvađ er trúlega til í ţessu - jafnvel ţó ţađ séu í raun stórir atburđir í veđrahvolfi sem setja af stađ stćrstu heiđhvolfsbreytingarnar - en ekki öfugt. 

Umrćđur um AO - bćđi í veđra- og heiđhvolfi hafa veriđ sérlega fyrirferđarmiklar í vetur - enda hefur ástandiđ veriđ óvenjulegt. Eins og venjulega ţegar ţrýstingur er viđlođandi lágur á Íslandi er hringrás heiđhvolfsins öflug - skammdegisröst ţess öflug og lítt aflöguđ. 

Háloftaathuganir hófust almennt á norđurhveli um 1950. Hinar opinberu mćlirađir AO ná ekki lengra aftur í tímann. Á ţessu tímabili hefur hiti í heiđhvolfinu lćkkađ lítillega - rétt eins og vćnta má međ auknum gróđurhúsaáhrifum. Á sama tíma virđist AO hafa styrkst og sést hafa myndir sem sýna eiga ákveđna leitni frá 1950 og er ţar međ gefiđ í skyn ađ aukin virkni AO tengist auknum gróđurhúsaáhrifum líka.  Slíkt er auđvitađ hugsanlegt - ritstjóri hungurdiska er ekki dómbćr um ţađ. En hann hvetur ţó til ákveđinnar varúđar gagnvart víđtćkum ályktunum - vitandi ađ ţó hinir opinberu vísar nái ekki nema aftur til 1950 eru miklar líkur til ţess ađ ámóta samband hafi veriđ á milli AO og ţrýstings viđ Ísland fyrir 1950 - rétt eins og síđar. Sé svo hafa ámóta AO-skeiđ komiđ áđur - ađ líkum ótengd auknum gróđurhúsaáhrifum. Útilokum ţó ekki ađ samspil sé eitthvađ - en kannski flóknara en virđist viđ fyrstu sýn. [Svo geta menn líka rifjađ upp gamlan pistil hungurdiska um ţrýsting í febrúar - gömlu pistlarnir eru nú orđnir 2600 talsins - og ritstjórinn mann engan veginn lengur um hvađ hann hefur skrifađ og hvađ ekki - en margt mun óskrifađ enn].


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (3.8.): 59
 • Sl. sólarhring: 141
 • Sl. viku: 1796
 • Frá upphafi: 1950415

Annađ

 • Innlit í dag: 53
 • Innlit sl. viku: 1565
 • Gestir í dag: 52
 • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband