Fyrstu tuttugu dagar febrúarmánaðar (og fleira)

Meðalhiti 20 fyrstu daga febrúarmánaðar er +0,8 stig í Reykjavík, +0,1 stigi ofan meðallags áranna 1991 til 2020 en -0,4 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í 13.hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar 2017, meðalhiti +4,1 stig, en kaldastir voru þeir 2002, meðalhiti -2,3 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 50.sæti (af 146). Hlýjastir voru dagarnir 20 árið 1965, meðalhiti +4,8 stig, en kaldastir voru þeir 1892, meðalhiti þá -4,8 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 daga mánaðarins -1,3 stig, -0,7 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -1,1 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára.

Hitavik raðast svipað um land allt, einna hlýjast að tiltölu á Vestfjörðum og Suðausturlandi (11.sæti af 20). Að tiltölu hefur verið hlýjast á Ingólfshöfða og Breiðdalsheiði, +0,2 stig ofan meðallags síðustu tíu ára, en kaldast á Egilsstaðaflugvelli, -1,4 stig neðan meðallags.

Úrkoma hefur mælst 37,6 mm í Reykjavík, nokkru minna en í meðalári. Á Akureyri hefur verið meiri úrkoma, 65,7 mm, um 50 prósent umfram meðallag. Úrkoma hefur á fáeinum stöðvum mælst meiri en áður sömu daga, t.d. í Hnífsdal, á Reykjum í Hrútafirði, Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi og í Dalsmynni í Hjaltadal. Á öllum þessum stöðvum hefur verið athugað í meir en 20 ár.

Sólskinsstundir hafa mælst 34,2 í Reykjavík, má það heita í meðallagi.

Loftþrýstingur hefur verið óvenjulágur, í Reykjavík 980,3 hPa, -17,8 hPa neðan meðallags 1991 til 2020 og hefur aðeins 5 sinnum verið lægri sömu daga síðustu 199 árin. Lægsta meðaltalið er frá 1990, 972,4 hPa.

Mánaðarvindhraðamet var sett á Bláfeldi í morgun (20.febrúar), 10-mínútna meðalvindur fór í 33,7 m/s.

Eins og talað hefur verið um undanfarna daga er ekki afgerandi breytingar að sjá í spám reiknimiðstöðva. Þó virðist þær gera ráð fyrir því að næsta vika verði heldur kaldari en þær að undanförnu.

w-blogg210220a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og vik frá meðaltali í næstu viku (24.febrúar til 1.mars). Þetta er nokkuð óvenjuleg staða og óráðin og rímar ekki við margt í (götóttu) minni ritstjórans. Þessu fylgir svo spá um hitafar 4 til 5 stig neðan meðallags árstímans. Þó þessu fylgi ekki neinar spár um veruleg illviðri er samt allur varinn góður. Þetta fer að verða að ýmsu leyti óvenjulegt - rétt eins og ástandið á meginlandi Evrópu og austur um.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 1757
  • Frá upphafi: 2348635

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1538
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband