14.2.2020 | 21:05
Veðrametingur enn
Þó þessu illviðri - sem við eigum eftir að kenna við eitthvað - sé ekki lokið (síðdegis þann 14.febrúar) er samt sitthvað hægt um veðurhörku þess að segja. Ársvindhraðamet voru slegin á nokkrum stöðvum - bæði hviðu- og 10-mínútna meðalvindhraðamet. Lítum á það helsta (sleppum stöðvum sem athugað hafa í aðeins örfá ár alveg). Setjum byrjun athugana í sviga.
Ársmet var slegið í Vestmannaeyjabæ (2002), á Þyrli í Hvalfirði (2003 þar fór 10-mínútna vindurinn í 39,5 m/s), á Hellu (2006 - þar var líka fárviðri, vindur fór í 35,1 m/s). Mörk á Landi (2008, líka fárviðri, 35,2 m/s), í Bláfjöllum (1997), í Grindavík (2008 - eftir að athuga met á eldri stöð), á Kálfhóli á Skeiðum (2003), á Austurárdalshálsi (2009 - þar fór vindur í 43,2 m/s), Steinar undir Eyjafjöllum (1997 - þar var fárviðri, 36,9 m/s), við Akrafjall (2009), í Skálholti (1998), á Lyngdalsheiði (2010), við Markarfljótsbrú (2010, þar var fárviðri 37,1 m/s) og við Þjórsárbrú (2004).
Hviðumet var sett á sjálfvirku stöðinni á Stórhöfða (57,5 m/s) - minna en mest mældist á mönnuðu stöðinni þar á árum áður. Árshviðumet var einnig sett á Hellu, við Vatnsfell, Vatnsskarðshóla, Árnes, Kálfhól, Mörk á Landi, Hjarðarland, á Hafnarmelum og Austurárdalshálsi. Sömuleiðis voru sett ársvindhviðumet á vegagerðarstöðvunum við Blikdalsá, Markarfljót, í Hvammi, á Lyngdalsheiði og á Vatnsskarði. Vindhviða við Hafnarfjall fór í 71,0 m/s. Hafa þarf í huga að á stöðvum vegagerðarinnar eru hviður sagðar miðaðar við 1 s, en 3 s á öðrum stöðvum - á móti kemur að vindmælar vegagerðarinnar eru flestir í 6 m hæð en ekki 10 eins á öðrum stöðvum. Met á stöðvagerðunum tveimur eru því ekki alveg samanburðarhæf.
Vindmælirinn á Skrauthólum á Kjalarnesi virðist hafa brotnað - og eitthvað kom fyrir á Keflavíkurflugvelli, en ritstjóri hungurdiska veit ekki hvað er á seyði þar - einhverjar fleiri bilanir kunna að hafa orðið víðar.
Þar sem veðrinu er ekki alveg lokið þegar þetta er skrifað er ekki tímabært að gera upp stöðu þess í sólarhringsvindhraðakeppni á landsvísu, en við getum litið á einstakar klukkustundir.
Meðalvindur í byggðum landsins í heild varð mestur kl.10 í morgun, 19,4 m/s. Síðustu 24 árin eru það aðeins fimm önnur veður sem ná svipuðum árangri, þar af tvö árið 2015, þann 14.mars og 7.desember. Hin eru eldri, 8.febrúar 2008, 10.nóvember 2001 og 16.janúar 1999.
Það má líka bera veðurhörku klukkustunda saman á einstökum spásvæðum og sjá hvernig röðun þeirra er miðað við önnur veður - veðurviðvaranir miðast við spásvæði. Hér var aðeins flett upp 10 vindasömustu klukkustundum hvers spásvæðis. Það er aðeins á Suðausturlandi og Suðurlandi sem klukkustundir nú ná á listann - á Suðausturlandi er það í 3., 4. og 7.sæti, innan um desemberveðrið 2015. En á Suðurlandi er veðrið nú í 1. til 3. sæti - og hirðir helming sætanna 10 á listanum.
Nokkuð ljóst er því að það þetta veður er í flokki þeirra allra verstu á þessum tveimur landsvæðum síðasta aldarfjórðunginn eða svo, sérstaklega á Suðurlandi. Sömuleiðis sýndu vindhraðametin okkur að það er líklega í flokki þeirra verstu á stöku stað á Faxaflóasvæðinu, eins og tölurnar frá Þyrli og hviðan undir Hafnarfjalli sýna.
Full ástæða var því til að veifa rauðum viðvaranalit á þessum svæðum.
Vonandi hefur ritstjóri hungurdiska þrek til að fjalla aðeins meira um veðrið síðar - kannski verður einhverju bætt við þennan pistil þegar uppgjör sólarhringsins liggur fyrir í nótt (eða á morgun).
En illviðrin halda áfram - vonandi þó ekki af sömu hörku og í dag. Lægð morgundagsins (laugardags) er alveg sérlega djúp - spurning hversu neðarlega loftþrýstingur fer hér á landi, en miðjuþrýstingi er nú spáð niður undir 920 hPa - eða jafnvel neðar. Venjulega líður ár og dagur á milli þess sem svo djúpar lægðir sjást við Norður-Atlantshaf - sennilega eru þær þó heldur algengari en almennt var talið hér á árum áður. Þá töldu menn miðjuþrýsting þurfa staðfestingar við annað hvort með beinni mælingu á þrýstingi eða vindi - en nú láta menn sýndarheima tölvulíkana duga - þau hafa sennilega oftast rétt fyrir sér hvað þetta varðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 189
- Sl. sólarhring: 195
- Sl. viku: 2511
- Frá upphafi: 2413945
Annað
- Innlit í dag: 177
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 168
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Fárviðri? Þetta er nú auðvitað ekki rétt hjá sjálfum meistara veðurfræðinnar. Fárviðri reiknast við meðalvind en ekki við hviður, en hér notar gamli hauspokamaðurinn við hviður til að ýkja veðrið (og réttlæta rauðu viðvörunina). Falsfrétt hefði Trump kallað þetta ...
Torfi Kristján Stefánsson, 14.2.2020 kl. 22:15
Í textanum kemru fram að fárviðri mældist á fjölmörgum stöðvum (meðalvinduur meiri en 32,7 m/s. Hviður voru sums staðar millu meiri.
Trausti Jónsson, 14.2.2020 kl. 23:06
Fyrirgefðu pirringinn en í textanum hjá þér hér að ofan talar þú um "tíu-mínútna vindinn" sem meðalvind. Það eru reyndar ekki hviður en ekki heldur meðalvindur eftir því sem ég, leikmaðurinn, best veit. Meðalvindur er ju meðalvindhraði yfir heilan klukkutíma hefði maður haldið. (sbr. meðalvindur/mesti vindur/hviður á vedur.is). Þú leiðréttir mig þá ef það er ekki rétt.
Ég hafði skrifað hjá mér ummæli þín um óveðrið 14. mars 2015, sem þú nefnir einnig hér að ofan. Þar sagðir þú að svona veður komi yfirleitt sex sinnum á ári (metið var vetur 2011 en þá voru þau 11).
Það er nú öll metin í þessu veðri sem gekk yfir í gær!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 15.2.2020 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.