Éljagarður

Nú (mánudagskvöldið 11.febrúar) er éljagarður fyrir suðvestan land - sést vel á gervihnattamyndum - og veðursjáin á Miðnesheiði hefur hann líka í sigti. 

w-blogg110220a

Myndin segir af vindi í 100 metra hæð (yfir líkanjörð). örvar sýna stefnu en litir vindhraða. Sé rýnt í stefnuna má sjá að vestanvindur sækir að - en mætir vindi úr norðri og heldur sá á móti. Báðir sóknaraðilar sveigja af - vestanáttin öll til suðausturs með vaxandi hraða - en norðanáttin sveigir bæði til suðausturs - en vestasti hluti sóknararmsins til norðvesturs. Svo virðist sem litlar hringiður myndist á sjálfum mörkunum og leitast þær við að rífa göt í garðinn. - Þar sem vindarnir rekast á verður til nokkuð uppstreymi - þar eru élin - smáatriði þeirra sjálfsagt flókin, en heildarmyndin einföld og hrein. 

Vestanáttin á heldur að vinna á í nótt - garðurinn nálgast land - en vaxandi lægðir sunnan við kortið draga úr vindinum og snúa honum þannig að svo virðist sem ekki takist að koma éljum alveg inn á Reykjanes. Á sneiðmyndum má sjá að vindhraði er í hámarki í um 1000 metra hæð í garðinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 217
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 2350778

Annað

  • Innlit í dag: 199
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband