Miður vetur

Á morgun hefst þorri - þá er miður vetur að íslensku tali fornu, útmánuðir taka við. Nokkuð tvískiptur hefur hann verið til þessa. Loftþrýstingur fremur hár lengst af gormánuði, veðurlag þurrt víðast hvar og vindar þeir hægustu síðan 1952. Síðan hefur tíðin legið á skakviðrahliðinni - og legusár fara að blasa við haldi fram sem horfir. En svona liggur stundum í því. Í reynd er furðulítið samhengi milli tíðar vetrarhelminga, nánast ekkert. Umskipti getur borið nokkuð brátt að - þau geta lætt sér að - eða allt skakið haldið áfram fram á sumar. Við vitum lítið sem ekkert um það. 

En við skulum líta á mynd (framhald þeirrar sömu frá því í fyrra - og oftar áður).

w-blogg230120a

Hér má sjá meðalhita fyrstu þriggja vetrarmánaðanna (íslensku) í Reykjavík aftur til 1871-1872. Fáeinir fyrrihlutar (ekkert mjög margir) skera sig úr sakir hlýinda, þar á meðal í fyrra og líka 2016 til 2017. Hlýjastur var fyrri hluti vetrar 1945 til 1946. Meðalhiti nú reiknast +1,3 stig, -0,4 stigum neðan meðallags sama tíma síðastliðin 10 ár - og -0,1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig passar þessi húsgangur við gagnagrunninn hjá þér Trausti?:

Þurr skyldi þorri, / þeysöm góa, / votur einmánuður, / þá mun vel vora.

Mér sýnist þetta passa vel undanfarin ár hér á höfuðborgarsvæðinu (samkvæmt mínum gögnum!)

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.1.2020 kl. 10:43

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Passar því miður ekki - en er sjálfsagt ekki vitlausari en aðrar spár. Sagt að húsgangurinn birtist fyrst í einhverju af 17.aldar almanökunum. Flestar gamlar veðurreglur eru af erlendum uppruna - kannski þessi líka. Hún minnir á sumar þeirra, t.d. þessa (þýdd á ensku úr frönsku): A dusty March, a snowy February, a moist April, and a dry May presage a good year. (frá Frakklandi).

Trausti Jónsson, 25.1.2020 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124a
  • w-blogg141124i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 296
  • Sl. sólarhring: 442
  • Sl. viku: 2658
  • Frá upphafi: 2410960

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 2335
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband