Skemmtideildirnar bregðast ekki

Eins og oft hefur verið minnst á á hungurdiskum koma stundum nokkuð frjálslegar spár úr stóru veðurlíkönunum. Langoftast er slíkt algjör della sem ekki verður neitt úr, en stundum er verið að reyna að tæpa á einhverju raunverulegu. 

Svo vill til í dag (laugardag 18.janúar) að bæði evrópureiknimiðstöðin og bandaríska veðurstofan sýna alveg sérlega djúpar lægðir í spám sínum fyrir mánudag 27.janúar. Sennilega er þetta sama kerfið - en miðstöðvarnar setja hana niður á ólíkum stað. 

w-180120ia

Kortið til vinstri er spá evrópureiknimiðstöðvarninnar - þar er lægðin skammt vestsuðvestur af Lófót í Noregi, 927 hPa í miðju, á síðan að ganga á land með miðju 929 hPa. Þetta er talsvert lægra en gildandi noregslágþrýstimet (sem að sögn er 938,5 hPa - sjá yr.no). Við erum aðeins vanari tölum sem þessum í námunda við okkur (vanari er e.t.v. ofsagt - en alla vega höfum við séð lægri tölur við strendur landsins). 

Kortið til hægri sýnir spá bandarísku veðurstofunnar fyrir sama tíma - 929 hPa í lægðarmiðju - en fyrir sunnan Ísland.

Þó það sé næsta víst að þessar spár séu rangar (verða væntanlega allt öðru vísi í næstu spárunum) er það samt svo að eitthvað sannleikskorn kann að vera falið í þeim. Kuldapollurinn mikli, Stóri-Boli, gengur laus um þessar mundir og heimskautaröstin reisir kryppur sínar og hvæsir á móti - og við á milli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 271
 • Sl. sólarhring: 645
 • Sl. viku: 2364
 • Frá upphafi: 2348231

Annað

 • Innlit í dag: 240
 • Innlit sl. viku: 2073
 • Gestir í dag: 237
 • IP-tölur í dag: 226

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband