Smálægð við Reykjanes

Þegar stórar lægðir fara að grynnast verða alloft til nokkrar miklu minni úr rústum þeirra. Meginástæðan er væntanlega varðveisla iðunnar - sé einhver snúningur kominn á eitthvað stöðvast hann ekki svo glatt. Um þetta hefur oft verið ritað á hungurdiskum áður, t.d. í pistli sem birtist 24.janúar 2012, lægð dettur í sundur

Líklega er smálægðin sem plagað hefur suðvestanvert landið í dag átt þennan uppruna. Líkönum gengur misvel að eiga við svona nokkuð - sömuleiðis er erfitt að spá veðri í kringum fyrirbrigðin - úrkoma mismikil og sömuleiðis vindur. Í dag hagaði þannig til að þó nokkur úrkoma fylgdi lægðinni - kalt vestanloft búið að drekka upp raka (og varma) úr hlýjum sjó á Grænlandshafi. Úrkoman bættist við smávegis snjó sem fallið hafði í gær og í nótt - allt mjög laust í sér. Afleiðingin var mikill skafrenningur þar sem vindur náði sér upp.

Ritstjóri hungurdiska fékk skammt yfir sig á Hafnarmelum nú síðdegis. Þar var vindur um 20 m/s og skyggni nær ekkert á köflum - en ekki það mikill snjór að veruleg hætta væri á festu. En óþægilegt er þetta - og ekki hættulaust.

Enn verra varð veðrið á Suðurnesjum - um leið og einhver fer að festast er allt í fári í skafrenningi sem þessum. 

w-blogg120120a

Kortið sýnir lægðina nú kl.21 í kvöld (sunnudag 12.janúar). Kannski er greiningin ekki alveg nákvæm - en lægðin er eins og áður sagði furðukröpp og vel vaxin. Yfir landinu miðju er hins vegar kaldur hæðarhryggur og þokkalegasta veður, en úti fyrir Norðausturlandi er öllu gerðarlegri lægð - kannski líka leifar af hringrás þeirrar sem var að plaga okkur á föstudaginn. 

w-blogg120120b

Á 850 hPa-korti evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.15 í dag (sunnudag) má sjá lægðirnar báðar (og reyndar tvær í viðbót). Lægðin við Reykjanes sést mjög vel - og greinis líka ofar í veðrahvolfinu. Sjá má að hún er hlý í miðju - rétt eins og hver annar fellibylur - nokkuð mál er að fullgreina ástæður þess að kjarninn er hlýr (þær geta verið misjafnar í hverju tilviki) - en ekki er ólíklegt að losun dulvarma (úrkomumyndun) sé veigamikill þáttur - rétt eins og í fellibyljum. Það er líka út af fyrir sig skemmtilegt að stærð lægðarinnar (lárétt umfang) í neðstu lögum er ekkert ósvipað fellibyl. En það er varasamt að teygja sig öllu lengra í samanburðinum - uppruni snúningsins (iðunnar) er annar - og svo er þetta auðvitað miklu, miklu veikara kerfi heldur en fellibyljir - og nær ekki nálægt því eins hátt. 

Á árum áður hafði ritstjórinn sérlega gaman af lægðum sem þessum. Þeir lesendur sem nenna geta rifjað upp pistil sem fjallar um eftirminnilega uppákomu í nóvember 1978


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124a
  • w-blogg141124i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 431
  • Sl. viku: 2402
  • Frá upphafi: 2410704

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2115
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband