Smávegis af illviðrinu - og tíu fyrstu dögum desembermánaðar

Meðalhiti í Reykjavík var +1,0 stig fyrstu tíu daga desembermánaðar, 0,3 stig ofan meðallags áranna 1961 til 1990 +0,8 stigum ofan meðallags sömu daga síðustu tíu ár. Þetta er því 9.hlýjasta desemberbyrjun aldarinnar (af 19.) og er í 57.hlýjasta sæti á langa samanburðarlistanum, sem nær til 144 ára.

Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu +0,6 stig, +1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og +2,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Jú, þetta er eitt fárra tímabila ársins þegar meðalhiti síðustu tíu ára er lægri en gamla þrjátíu ára meðaltalið.

Meðalhiti dagana tíu er ofan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins, vikið er mest í Möðrudal, +3,4 stig, en minnst í Hjarðarlandi - +0,03 stig. Hitavik spásvæðanna raðast öll í 8. til 10. hlýjasta sæti á öldinni.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 31,9 mm og er það í ríflegu meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 52,9 mm, meir en tvöföld meðalúrkoma.

Sólskinsstundir hafa mælst 7,9 í Reykjavík það sem af er mánuði, heldur fleiri en vant er.

Dagurinn í dag var óvenjuvindasamur. Meðalvindhraði á landinu öllu náði þó aðeins rétt inn á þann stormdagalista ritstjóra hungurdiska sem byggist á meðaltalinu, því á öllum austurhelmingi landsins var lengst af hægviðri eða nánast logn í allan dag. Aftur á móti skorar dagurinn hátt á hinum listanum, þeim sem byggir á hlutfallslegum fjölda stöðva þar sem vindur nær 20 m/s, hlutfallstalan virðist vera sú hæsta síðan 24.febrúar 2017.
Staðbundin vindhraðamet voru slegin á nokkrum stöðvum, ársmet þó aðeins á einum stað þar sem athugað hefur verið alla öldina eða lengur. Það var á Þingvöllum þar sem meðalvindhraði fór í 33,3 m/s - en þess verður þó að geta að eitthvað virðist hafa komið fyrir mælinn. Ársvindhraðamet voru einnig slegin í Hjarðarlandi (29,5 m/s, mælt frá 2004) og við Gauksmýri (33,3 m/s, mælt frá 2006). Desembermet voru slegin víðar, þar á meðal á Skálafelli, á Rauðanúp, í Ólafsfirði, á Garðskagavita, Gjögurflugvelli, á Vatnsskarði, við Breiðavað við Blönduós og Bröttubrekku. Á þessum stöðvum hefur verið athugað í meir en 20 ár. Mánaðarmet voru að sjálfsögðu slegin á slatta af stöðvum sem aðeins hafa athugað í fá ár.

En veðrið er ekki búið og við látum frekara uppgjör bíða loka þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg231124-kosningaspa-ec b
  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 422
  • Sl. viku: 2551
  • Frá upphafi: 2414406

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2371
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband