Austanátt

Svo virđist sem austlćgar áttir verđi ríkjandi á nćstunni - oftast fremur meinlausar. Viđ lítum á norđurhvelskort sem gildir síđdegis á fimmtudag, 21.nóvember.

w-blogg191119a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, af ţeim má ráđa vindátt og vindstyrk. Litir sýna ţykktina, en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem ţykktin er ţví hlýrra er loftiđ. Mörkin á milli grćnu og bláu litanna eru viđ 5280 metra. 

Yfir Íslandi er ákveđin suđaustlćg átt - ţykktin er nćrri 5340 metrar, um 60 metrum ofan međallags áranna 1981 til 2010. Loftiđ í neđri hluta veđrahvolfs er um 3 stigum hlýrra en ađ međallagi. Viđ jörđ er áttin úr austri - ţessi snúningur á vindátt međ hćđ táknar ađ ađstreymi lofts sé hlýtt sem kallađ er - hlýrra loft sćkir enn ađ. 

Eins og síđast ţegar viđ lítum á stöđuna á norđurhveli er Ísland enn um sinn variđ fyrir ásókn kulda úr norđri. Háţrýstisvćđi - býsna fyrirferđarmikiđ er austan viđ land og nćr allt austur í Rússland. En kuldinn verđur smám saman fyrirferđarmeiri á norđurslóđum. Hvort hann kemur til okkar löngu leiđina (úr vestri) eđa ţá stuttu (úr norđri) er allsendis óljóst. Viđ (ţeir hófsömu) óskum okkur helst ađ sem lengstur tími líđi ţar til hann kemur. 

Hćgi á austanáttinni - tekur landiđ sjálft völdin ađ einhverju leyti - eins og venjulega. Ţá kólnar smám saman inni í sveitum og á hálendinu og getur orđiđ ţar talsvert frost ţótt mun hlýrra sé ofan viđ - og viđ sjávarsíđuna. Ţegar loftiđ kólnar streymir ţađ í átt til sjávar - loft ađ ofan streymir ţá niđur í stađ ţess sem á brott hverfur og leysir upp öll ský sem aftur ýtir undir áframhaldandi kólnun - ţó ofanloftiđ sé í eđli sínu hlýtt. 

Viđ vitum ekki enn hversu mikil austanáttin verđur í mánuđinum í heild - međan viđ bíđum getum viđ litiđ á myndina hér ađ neđan.

w-blogg191119b

Hún sýnir „međalaustanátt“ allra veđurstöđva í nóvember 1949 til 2018. Reiknađur er međalvigurvindur alls mánađarins - (lesa má um hugtakiđ í stuttum pistli í viđhengi). Ţví hćrri sem súla er á myndinni, ţví ţrálátari hefur austanátt mánađarins veriđ, ef vel er ađ gáđ má sjá ţykka línu liggja um myndina ţvera viđ núll. Vestanáttarmánuđir lenda neđan línunnar (austanáttin hefur veriđ neikvćđ). 

Viđ sjáum ađ enga leitni er ađ sjá - tíđni austanáttarinnar í nóvember virđist vera nćr alveg tilviljanakennd. Hún virđist ţó hafa veriđ ákafari í kringum 1970 heldur en áđur og síđar - og nú eru nokkuđ mörg ár liđin síđan viđ höfum fengiđ nóvembermánuđ međ ríkjandi vestanátt (svo heitiđ geti) - en ţađ er ţó ekki beinlínis orđiđ óvenjulegt. 

Svipađ má segja um háloftin (ekki sýnt hér) - tilviljun ein virđist ríkja - ţar er vigurvindur reyndar nćr alltaf úr vestri - austanáttarnóvembermánuđum bregđur fyrir - en enga leitni ađ sjá. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 897
  • Sl. sólarhring: 1114
  • Sl. viku: 3287
  • Frá upphafi: 2426319

Annađ

  • Innlit í dag: 797
  • Innlit sl. viku: 2953
  • Gestir í dag: 780
  • IP-tölur í dag: 718

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband