Hálfur nóvember

Þá er það helmingur nóvembermánaðar - stórtíðindalaus. Meðalhiti hans í Reykjavík er 2,6 stig, +0,7 stigum ofan við meðallag sömu daga árin 1961 til 1990, en -0,8 neðan við meðallag síðustu tíu ára. Meðaltalið er í 13. hlýjasta sæti (af 19) á öldinni. Fyrri hluti nóvember var hlýjastur 2011, meðalhiti 6,7 stig, en kaldast var 2010, meðalhiti -0,5 stig. Á langa listanum er hitinn í 59. sæti (af 144). Á þeim tíma var hlýjast 1945, meðalhiti dagana 15 var 8,2 stig, kaldast var 1969 meðalhiti -2,6 stig.

Meðalhiti dagana 15 á Akureyri er -0,3 stig, -0,8 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990, en -2,0 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Að tiltölu hefur verið einna hlýjast á Vestfjörðum, hiti þar í 10.hlýjasta sæti aldarinnar, en kaldast hefur verið á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum, hiti þar í 16.sæti.

Á einstökum stöðvum hefur verið hlýjast að tiltölu á Þverfjalli, hiti þar +0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast að tiltölu hefur verið á Sauðárkróksflugvelli, hiti -3,4 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma hefur mælst 62,4 mm í Reykjavík, það er í ríflegu meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoma aðeins mælst 4,4 mm - um 10 prósent meðallags, en hefur nokkrum sinnum verið enn minni sömu daga.

Sólskinsstundir hafa mælst 24 í Reykjavík, og er það í meðallagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju alltaf þetta "hlýjasta" sæti? Er ekki nóg að segja sæti? Er þetta tilraun til að telja lesendum trú um að það sé svo rosalega hlýtt þessi árin (þó að nóvember sé í þessu tilviki sá 6. kaldasti á öldinni - og á eftir að falla enn neðar ef langtímaspár ganga eftir)?
Já, hnattræna hlýnunin kemur víða við þessi misserin!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 16.11.2019 kl. 08:42

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Keppni þessi árin er aðallega í hlýindum - (þó annað kunni að koma fyrir). 

Trausti Jónsson, 17.11.2019 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 250
 • Sl. sólarhring: 275
 • Sl. viku: 2029
 • Frá upphafi: 2347763

Annað

 • Innlit í dag: 219
 • Innlit sl. viku: 1751
 • Gestir í dag: 209
 • IP-tölur í dag: 203

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband