Nóvember sem vetrarmánuður

Sem kunnugt er skilgreinir Veðurstofa Íslands mánuðina desember til mars sem vetrarmánuði. Stundum gerist það þó að apríl og nóvember eru svo kaldir að þeir skáka vetrarmeðaltölum. Í marslok á þessu ári birtist hér á hungurdiskum pistill undir fyrirsögninni Apríl sem vetrarmánuður. Nú er komið að samskonar afgreiðslu á nóvember.

Á landinu í heild hefur nóvember fimm sinnum verið kaldasti mánuður ársins (eftir 1873). Það var 1929, 1963, 1972, 1991 og 1996. Hefur þó aðeins þrisvar verið kaldari en allir mánuðir eftirfylgjandi vetrar, það var 1947, 1963 og 1996, ártölin eiga því við 1947 til 1948, 1963 til 1964 og 1996 til 1997. 

Það truflar leitina nokkuð að nóvember hefur hlýnað mikið á mælitímabilinu, hlýnunin er að jafnaði 1,2 stig á öld - þannig að það sem okkur þykir kaldur nóvember taldist e.t.v. ekki óskaplega kaldur á 19.öld. Við beitum því dálitlum brögðum við leitina - og notum myndina hér að neðan til að hjálpa okkur.

w-blogg04119a

Það sem við sjáum á myndinni er þetta: Lárétti ásinn vísar til síðustu 200 ára (tæpra), en sá lóðrétti er hitakvarði. Bláa feita línan sýnir 30-árakeðjumeðalhita vetra, til vetrarins teljast mánuðirnir desember til mars. Ferillinn hefst við árabilið 1824 til 1853. Vel sést hvernig línan hefur færst ofar og ofar (ekki þó samfellt). Rauða þykka línan sýnir það sama - en á við nóvember. Þessi lína hefur þokast upp á við líka - tekur áberandi hlykk upp á við í miklum hausthlýindakafla um og fyrir 1960. 

Þreparitið sýnir hins vegar landsmeðalhita einstakra nóvembermánaða - mjög breytilegur greinilega. Tveir þeir köldustu eru þó utan tímabils áreiðanlegra meðalhitaáætlana - voru tvímælalaust mjög kaldir, við vitum það (1824 og 1841). 

Við merkjum sérstaklega þá nóvembermánuði þegar meðalhiti er neðar en meðalhiti vetra næstu þrjátíu ára á undan. Sannir vetrarmánuðir (þó að hausti séu). Við sjáum nokkra klasa - tímabil þegar ekki er langt á milli mjög kaldra nóvembermánaða. Merkingar vantar á fáeina mánuði þegar mjög litlu munaði.

Við sjáum að nóvember 2017 féll í flokk vetrarlegra nóvembermánaða - hefði þó ekki komist þar með fyrir tíu árum. Þrjátíuárahlýnunin gengur hratt fyrir sig um þessar mundir (en framtíð þó óráðin að vanda). Líkur eru á að heldur hægi á henni á næstunni - verði það ekki erum við að lenda í vondum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 224
 • Sl. sólarhring: 254
 • Sl. viku: 2003
 • Frá upphafi: 2347737

Annað

 • Innlit í dag: 197
 • Innlit sl. viku: 1729
 • Gestir í dag: 190
 • IP-tölur í dag: 183

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband