Snjóar eða rignir - eða hvað?

Eftir spám að dæma virðist nokkuð snarpur úrkomubakki eiga að koma inn á Faxaflóa á morgun, mánudag 4.nóvember. Úrkomuákefð í bakkanum er býsna mikil - en hann er mjór um sig þannig að líklegt er að áhrif hans verði mjög misjöfn á svæðinu. Það sem flækir málið sérstaklega er að engan veginn er ljóst hvar úrkoman fellur sem snjór og hvar sem regn.

w-blogg031119a

Spá harmonie-líkansins nú í hádeginu (sunnudag 3.nóvember) segir að úrkoma verði allt að því 30 til 35 mm á morgun þar sem mest er. Við vitum auðvitað ekki hvort vit er í þessu en flestar aðrar spár eru sammála um þetta í stórum dráttum. 

Þær eru líka nokkuð sammála um að úrkoman verði í formi rigningar næst sjónum, en það snjói inn til landsins og á stöðum sem liggja hærra. Nú vitum við að mikil úrkomuákefð lækkar „snælínu“. Ástæðan er sú að (nánast) öll úrkoma myndast sem snjór og bráðnar svo á leiðinni niður. Varminn til að bræða er tekinn úr loftinu sem úrkoman fellur um sem þar með kólnar og snjórinn kemst neðar og neðar eftir því sem úrkoman er ákafari og stendur lengur - eigi aðflutningur á hlýrra lofti sér ekki stað í því meira mæli. 

Hér er því allt á mörkunum. Rætist þessi magnspá og falli öll úrkoman sem snjór verður afleiðingin töluverð ófærð, en falli hún öll sem regn verða afleiðingarnar mun minni. Mikið slabb er líka möguleiki - og sömuleiðis að allt þetta gerist - en bara misjafnlega eftir stöðum. Megi trúa núverandi spá byrjar úrkoman um kl.4 í nótt, og verður það mesta um garð gengið um 12 klukkustundum síðar - en ekki styttir þó alveg upp fyrr en kemur fram á kvöldið.

Við minnum enn á að hungurdiskar spá engu - fylgist með mun áreiðanlegri umfjöllun Veðurstofunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 897
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3287
  • Frá upphafi: 2426319

Annað

  • Innlit í dag: 797
  • Innlit sl. viku: 2953
  • Gestir í dag: 780
  • IP-tölur í dag: 718

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband