Kólnandi

Svo virđist sem kalt verđi á landinu nćstu daga - og ţar ađ auki strekkingsvindur. Mjög kalt loft sćkir ađ úr norđri - óvenjukalt miđađ viđ árstíma, en líkur eru á ađ ţađ standi ekki lengi viđ. Ţađ er ekki algengt ađ ţykktin (sú sem mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs) fari niđur fyrir 5100 metra í október. Evrópureiknimiđstöđin segir ađ hún fari nú niđur í 5060 til 5080 metra ađfaranótt fimmtudags. Októberlágmarksmetiđ yfir Keflavíkurflugvelli er 5040 metrar - sett 1971.

Ţađ er auđvitađ ólíklegt ađ háloftaathugun á einum stađ á landinu hitti einmitt í ţykktarlágmark landsins. Sé leitađ ađ vísbendingum í endurgreiningum sést ađ lćgsta tala viđ landiđ í ţessu sama hreti í október 1971 er 4980 metrar - áberandi minna en nú er spáđ. Ţykktin varđ síđast ámóta lítil í námunda viđ landiđ og nú í október 2004 - fyrir 15 árum. 

Kalda loftiđ er nú mjög óstöđugt - og svo virđist sem styttra sé í kuldamet í miđju veđrahvolfi eđa ţar ofan viđ heldur en í neđri lögum. Viđ skulum ţví líta á spákort sem sýnir stöđuna í 500 hPa kl.06 ađ morgni fimmtudags 24.október.

w-blogg231019a

Ísland er á miđri mynd - sést ekki vel vegna ţess hversu bláu litirnir eru dökkir (kaldir). Jafnhćđarlínur eru heildregnar, vindörvar sýna stefnu og styrk. Lćgsta hitatalan á kortinu er yfir Reykjavík (eđa um ţađ bil), -44 stig. Nánari athugun á ađstćđum bendir til ţess ađ veđrahvörfin séu óvenju neđarlega - eđa rétt ofan viđ 500 hPa. Ađ stađan verđi nákvćmlega ţessi er óvíst. En ţetta er nćgilega lág tala til ţess ađ rétt sé ađ fletta upp lágmarkshitameti í október í 500 hPa yfir Keflavík. Ţađ reynist -42 stig - spáin er ţví nćrri meti. Ađeins eru gerđar tvćr mćlingar á sólarhring yfir Keflavík - spurning hvort metiđ verđur slegiđ. Ţetta gamla met er sett á sama tíma og ţykktarmetiđ frá 1971 sem áđur var minnst á, ţann 11.október.  

Séu spár réttar vantar hins vegar talsvert upp á met í neđsta hluta veđrahvolfs - og í mannheimum. Ţeir sem vilja og nenna geta ţess vegna haldiđ ţví fram ađ ţađ sé óvenjuhár sjávarhiti sem valdi ţessari mettilraun ađ ţessu sinni. Já, ţađ er ekki alveg út í hött góđir hálsar - en viđ látum röksemdafćrsluna liggja á milli hluta (enda ekki alveg víst ađ hún haldi vatni).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg120324a
  • w-blogg080324a
  • w-blogg010324c
  • w-blogg010324b
  • w-blogg010324a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 971
  • Frá upphafi: 2341345

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 889
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband