10.10.2019 | 00:12
Sumri hallar
Því er nú reyndar farið að halla fyrir nokkru og ekki nema tvær vikur rúmar til fyrsta vetrardags. Haustið hefur þó varla látið sjá sig um meginhluta landsins nema þannig að dagarnir styttast óðfluga. Framrás þess á norðurhveli er þó með eðlilegum hætti, það kólnar jafnt og þétt á norðurslóðum, rétt eins og venjulega.
Við lítum sem snöggvast á norðurhvelskort.
Kortið gildir síðdegis á föstudag, 11.október. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og má af legu þeirra ráða vindstefnu og styrk. Litir sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því minni sem hún er því kaldara er loftið. Mörkin á milli gulbrúnu og grænu litanna eru við 5460 metra, gulu litirnir sýna sumarhita. Að undanförnu hefur landið verið ýmist í gula litnum eða þeim ljósasta (hlýjasta) græna. Hér sjáum við hins vegar að það er dekksti græni liturinn sem liggur yfir landinu og ekki er langt í bláu litina. Það er þó þannig að þeir eiga samt ekki að plaga okkur svo mjög á næstunni (séu spár réttar).
Alvörukuldapollur er við norðurskautið - nokkuð óráðið hvert hann fer eða hvort hann bara liggur áfram í bæli sínu. Það sem hefur verndað okkur er hæðarhryggur sem legið hefur fyrir norðan land. Hans gætir enn á þessu korti - merktur sem rauð strikalína norður um Grænland og svo austur til Síberíu. Nú á kuldapollur við Baffinsland að slíta hann í sundur á leið sinni til suðausturs. Það skiptir mjög miklu máli fyrir framtíðarhorfur hér hver braut þessa kuldapolls verður. Taki hann suðlæga stefnu mun hann um síðir beina til okkar hlýju lofti úr suðaustri - þó ekki eins hlýju og verið hefur ríkjandi hér að undanförnu. Gangi hann hins vegar greiðlega til austurs fyrir sunnan land mun skipta til norðlægra átta og kólna verulega.
Sem stendur telja reiknimiðstöðvar fyrri kostinn líklegri - kannski verður þó einhver millilausn úr.
Um helgina virðist sem mikil hlýindi gangi austur um meginland Evrópu, en snarpur kuldapollur er á sveimi um miðbik Bandaríkjanna.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:56 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 81
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 1046
- Frá upphafi: 2420930
Annað
- Innlit í dag: 74
- Innlit sl. viku: 923
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti
Brá nokkuð þegar ég var að skoða spár fyrir veturinn, hjá stóru reiknistofunum. Nú er það auðvitað svo að slíkar spár eru vægt sagt óáreiðanlegar, en það sem setti að mér hroll var að engu líkara en kuldapollurinn sem þú nefnir stundum Stóra Bola, muni staðsetja sig suð-vestur af Íslandi, austan við Grænland í vetur. Fari svo má gera ráð fyrir að hér verði ríkjandi suð-austan áttir, væntanlega rakar og vegna nálægðar Stóra Bola frekar kaldar. Að úrkoma verði meira í formi þess hvíta frekar en þess glæra.
En auðvitað er lítið að marka spár svo langt fram í tíman, þó kannski þetta hermi nokkuð við tilfærslu Stóra Bola undanfarna vetur. Virðist færast austar með hverju árinu. Hitt er svo kannski huggun að þessar stofnanir spáðu í fyrra vetur að hér á landi yrðu ríkjandi suð-vestan áttir í sumar.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 10.10.2019 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.