Sólskinsárið mikla 2019?

Árið 2019 hefur verið óvenjusólríkt um landið suðvestanvert. Sólskinsstundafjöldi fyrstu níu mánuði ársins er sá næstmesti frá upphafi mælinga, 1427,9 stundir. Þær voru ívið fleiri sömu mánuði árið 1924, 1533,5 og svotil jafnmargar 1927, 1426,7. 

w-blogg011019a

Myndin sýnir samanburð. Árin 1912 til 1914 voru heldur sólarrýr, kannski hafa mæliaðstæður á Vífilsstöðum eitthvað haft með það að gera, en þó ljóst að sumarið 1913 var frægt rigningasumar og sömuleiðis var margfrægt sólarleysi vor og fram eftir sumri 1914. Á síðari tímum (sem margir muna enn) eru mestu sólarleysisárin auðvitað 1983 og 1984. Við sjáum að árið í fyrra 2018 - sem mörgum fannst sólarrýrt var bara nokkuð sólríkt miðað við það sem verst hefur verið.

Mikil umskipti urðu hins vegar milli ársins í ár og þess í fyrra. Árið í ár er mjög svipað og árin sólríku frá 2004 til 2012, níu sólarár í röð. 

En árinu er ekki lokið. Þrír mánuðir eru eftir. Lítið samband er á milli sólskinsstundafjölda þeirra og fyrstu níu mánaða ársins. Þó stóðu sólskinsárin 2010 og 2006 sig mjög vel. Flestar hafa sólskinsstundir síðustu þriggja mánaða ársins verið 211,0. Það var 1960 - mikið austanáttahaust minnir ritstjórann (en ætti kannski að fletta því upp). Næst kom svo 2010 með 209,5 stundir. Slíkur árangur nú myndi ekki duga í metsólskinsár - forskot ársins 1924 er svo mikið að við þurfum nýtt haustmet líka til að ná því. Fæstar urðu sólskinsstundir síðustu þriggja mánaða ársins hlýindahaustið mikla 1945, aðeins 44,4. Ef slík yrði raunin nú endaði árið í 1472,3 stundum og í 14 sólskinssárasætinu, sem er nú bara harla gott. Meðallag síðustu 10 ára myndi hins vegar duga í þriðja sæti, á eftir 1924 og 2012. 

Þegar þetta er skrifað er ekki búið að telja sólskinsstundir septembermánaðar á Akureyri, þær voru í ágústlok orðnar 905 - rétt yfir meðallagi síðustu tíu ára. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Takk fyrir þetta Trausti. Er einhversstaðar hægt að sjá hve margar sólskinsstundir geta orðið í hverjum mánuði í Reykjavík og á Akureyri? 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 2.10.2019 kl. 09:51

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er smámunur á því sem getur orðið og getur mælst. Fyrstu og síðustu geislar sólarinnar að morgni og kvöldi mælast illa og þar með er hámarkssólskinsstundafjöldi styttri en hámarkssólargangur. Þetta er fyrir utan áhrif fjalla sem skyggja talsvert á - meira þó á Akureyri heldur en í Reykjavík. Fyrir allmörgum árum var á hungurdiskum fjallað nokkuð um þetta í nokkrum pistlum, t.d. 20.september 2011. Það er oft mikið skýjað hér á landi og í hinum allrasólríkustu mánuðum skín sól varla mikið meir en 65 til 70 prósent af þeim tíma sem hún gæti skinið. Ég skal einhvern tíma birta töflu um þetta.

Trausti Jónsson, 2.10.2019 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 88
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 1053
  • Frá upphafi: 2420937

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 930
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband