Hlýindi

Undanfarna daga hefur verið mjög hlýtt á landinu. Ógrynni stöðvardægurhámarksmeta hefur fallið, meira að segja á stöðvum sem athugað hafa mjög lengi. Mánaðarmeta er þó varla að vænta því haustið sækir að og langflest hitamet septembermánaðar eru sett fyrir miðjan mánuð, síðari hluti mánaðarins á litla möguleika á að gera betur. 

Það sem er einna óvenjulegast hér í Reykjavík eru næturhlýindin, sólarhringslágmarkshitinn hefur ekki farið niður fyrir 10 stig í 6 sólarhringa í röð. Slíkt hefur aðeins einu sinni gerst áður svo seint í mánuðinum, það var 1941. Sú syrpa endaði þann 25. og stóð í sjö daga. Við eigum nú möguleika á að jafna það met - eða jafnvel gera enn betur.  

Sólarhringsmeðalhiti á landinu hefur nú þegar verið ofan 10 stiga í 6 daga í röð - kannski bætist sá sjöundi við þegar þeim núlíðandi (miðvikudegi) er lokið. Meðalhámarkshiti landsins hefur verið ofan 13 stiga í fimm daga í röð - við vitum ekki um slíkt úthald svo seint í september (að vísu nær gagnaröðin sú aðeins aftur til 1949). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg220120a
 • w-180120ia
 • w-blogg180120a
 • w-blogg-150120a
 • w-blogg140120b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 271
 • Sl. sólarhring: 529
 • Sl. viku: 3123
 • Frá upphafi: 1881097

Annað

 • Innlit í dag: 243
 • Innlit sl. viku: 2806
 • Gestir í dag: 240
 • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband