Níustigasumarið

Svo vill til að sólarhringshiti í Reykjavík hefur á þessari öld náð 9 stigum að vori að meðaltali 1.júní - og fallið niður fyrir þau aftur 14 september. Níustigasumarið hefur því að meðaltali verið 105 dagar það sem af er öldinni. Við athugum nú hversu langt það var á þremur öðrum tímabilum.

w-blogg120919a

Myndin á að sýna þetta. Bláu, lóðréttu línurnar marka árabilið 2001 til 2018, en aðrir litir þau tímabil önnur sem tilgreind eru á myndinni. Við sjáum að á árunum 1961 til 2000 var níustigatíminn að meðaltali 82 daga langur - hefur því verið ríflega þrem vikum lengri það sem af er öldinni heldur en við eldri kynslóðin þurftum að sætta okkur við lengst af. Sé farið enn lengra aftur - til áranna 1921 til 1960 sýnist níustigasumarið hafa verið örlítið lengra - 89 dagar að meðaltali - en samt meir en hálfum mánuði styttra en verið hefur upp á síðkastið. Á tímabilinu 1881 til 1920 var það hins vegar enn styttra, aðeins 72 dagar. Síðan þá hefur meir en mánuður bæst við. 

Ef við lítum á upphaf og endi níustigatímans kemur í ljós að þessi öld sker sig nokkuð úr - á hinum tímabilunum þremur byrjaði níustigatíminn í öllum tilvikum um miðjan júní, meiri breytileiki er í hinn endann. Á árunum 1921 til 1960 lauk níustigatímanum nærri því sama dag og nú (11. september í stað 14.), en 1961 til 1990 lauk honum 2. september og 1881 til 1920 að meðaltali 27.ágúst. 

Hvort öldin okkar hefur úthald í svona langt níustigasumar skal algjörlega ósagt látið. 

Veljum við hærri viðmiðunartölur vex munurinn á tímabilunum, en hann minnkar veljum við lægri viðmið. Reiknum við t.d. lengd sjöstigasumarsins fáum við út 134 daga á þessari öld, 128 á árunum 1961 til 2000, 131 á tímabilinu 1921 til 1960 og 120 á tímabilinu 1881 til 1920. Ellefustigasumarið hefur verið 57 dagar á lengd á þessari öld, var aðeins 4 dagar á tímabilinu 1961 til 2000, 28 dagar 1921 til 1960 - en núll dagar 1881 til 1920. Athugið að hér erum við ekki að telja einstaka daga (þá fengjum við aðrar tölur) - heldur erum við aðeins að reikna meðalhita. 

Við spyrjum okkur líka annarrar spurningar. Hvenær síðsumars fer meðalhiti á tímabilunum fjórum niður fyrir hitann 1.júní? Við höfum þegar svarað spurningunni fyrir þessa öld. Það er 14.september. Á árunum 1961 til 1990 var það 13.september, sama dag 1921 til 1960 og 16.september á árunum 1881 til 1920. Af þessu getum við kannski séð að ákveðum við að sumarið byrji 1.júní lýkur því (hvað hita varðar) rétt fyrir miðjan september. 

En auðvitað er þetta allt til gamans gert. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 1010
  • Frá upphafi: 2420894

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 887
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband