Enn óvenjulegt við Alaska

Enn á ný er óvenjuleg háloftahæð nærri Alaskaströndum. Hún stendur þó ekki mjög lengi við að þessu sinni. Einhver hitamet munu hafa verið slegin - af því hefur ritstjórinn þó enn aðeins óljósar fréttir. - Bendir þó á tengil sem hann hefur sett á fjasbókarútibú hungurdiska - svækjusumar. 

w-blogg180819a

Kortið sýnir greiningu bandarísku veðurstofunnar frá því í morgun (laugardag 17.ágúst). Í hæðarmiðju er 500 hPa-hæðin meiri en 5940 metrar - aldeilis óvenjuleg tala á þessu breiddarstigi. Litir sýna þykktina og ef vel er rýnt í kortið má sjá lítinn blett þar sem hún nær 5760 metrum - meir en 100 metrum hærri en mest hefur fengist staðfest áreiðanlega hér við land. 

Þó staða sem þessi (flutt nærri lengdarstigi Íslands) gæti valdið miklum hita hér á landi - og kannski hitametum er hún samt ekki æskileg - við sjáum norðankast úr Íshafi í uppsiglingu í norðausturjaðri hæðarinnar - þar er mjög snörp vindröst og kalt loft úr norðri á leið til suðurs yfir Alaska. Vindröstin reif sig til jarðar við fjöll og reif niður raflínur að sögn Alaskablaða. 

En óvenjulegum háloftahlýindum á einum stað fylgir gjarnan kuldi á öðrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Já, kuldi á öðrum: t.d. á Okinu í gær. Þá var kalt á Fróni, þegar liðið minntist Oksins sem var reyndar löngu hætt að vera jökull, áður en metangasið slapp úr rössum og dellum nautpeningsins sem verður að McDonald saxbautum um allan heim eða t.d. MS-mjólk. Einhvers staðar las ég að einn beljurass valdi meiri heimshitnun en þotuferð mannfræðinganna tveggja til útfararinnar á Okinu. Mannfræðingar þessir eru nú dýrkaðir sem "átorítet" um jöklabræðslu á Íslandi. Þetta eru Nýju fötin Keisarans í nútímaútgáfu. Þátttakendum í sýningu Leikhúss Fáránleikans var meira að segja kið af Jeppa á Fjalli. Belja sem rekur við á Íslandi breytist auðveldlega í hæð yfir Alaska. Blakt fiðrildis í Afríku veldur hryðjuverki í Evrópu. Lifum við ekki bara á tímum landsóttra skýringa?

FORNLEIFUR, 19.8.2019 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 23
 • Sl. sólarhring: 144
 • Sl. viku: 1796
 • Frá upphafi: 2347430

Annað

 • Innlit í dag: 23
 • Innlit sl. viku: 1553
 • Gestir í dag: 23
 • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband