Fyrstu tíu dagar ágústmánađar

Lítum nú sem snöggvast á stöđu fyrstu tíu daga ágústmánađar. Međalhiti í Reykjavík er 11,8 stig. Ţađ er +1,0 stigi yfir međallagi sömu daga áranna 1961-1990, og +0,1 stigi ofan međallags síđustu tíu ára. Hitinn rađast í 11.hlýjasta sćti (af 19) á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar áriđ 2003, međalhiti ţá +13,5 stig, kaldastir voru ţeir 2013, međalhiti 10,4 stig. Á langa listanum er hitinn í 40.sćti (af 145). Á ţeim lista eru sömu dagar 2003 líka í efsta sćti (ásamt 1944), en lćgstur var međalhiti ţeirra áriđ 1912, +6,4 stig (um ţađ skelfilega kuldakast hefur veriđ fjallađ á síđum hungurdiska).

Á Akureyri hefur veriđ kaldara, međalhiti fyrstu 10 dagana er 9,6 stig, -1,1 neđan međallags 1961-1990 og -1,4 neđan međallags síđustu tíu ára:

Miđađ viđ síđustu tíu ár hefur veriđ hlýjast á nokkrum stöđvum á hálendinu, jákvćđa vikiđ er mest +1,4 stig í Veiđivatnahrauni, en kaldast ađ tiltölu er á Sauđárkróksflugvelli ţar sem hiti er -2,3 stig neđan međallags síđustu tíu ára.

Engin úrkoma hefur mćlst í Reykjavík ţađ sem af er mánuđi - viđ vitum til ţess ađ ţađ hafi gerst ađ minnsta kosti ţrisvar áđur, 1952, 1965 og 1966. Á Akureyri hefur til ţessa ađeins mćlst 2,0 mm úrkoma, en eitthvađ er ađ bćta í ţá tölu ţessa stundina.

Sólskinsstundir eru orđnar 96,9 í Reykjavík ţađ sem af er mánuđi og hafa ađeins 7 sinnum mćlst fleiri sömu almanaksdaga, flestar 1929, 114,7.

Loftvog hefur til ţessa stađiđ fremur hátt í mánuđinum - međaltal í Reykjavík 1016,6 hPa, í 20.hćsta sćti af 198.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 8
 • Sl. sólarhring: 151
 • Sl. viku: 1732
 • Frá upphafi: 1950509

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1504
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband