Fyrstu 14 vikur sumars

Ritstjóri hungurdiska var spurður um það hver meðalhiti í Reykjavík hefði verið frá sumardeginum fyrsta í ár. Hér að neðan verður þeirri spurningu svarað - sömuleiðis lítum við á fjölda sólskinsstunda á sama tíma. Hentugt var að reikna meðalhita og sólarsummu fyrstu 14 vikur sumars, 15. vika byrjaði á fimmtudaginn (1.ágúst). Tvo hlýja daga vantar þá upp á allan tímann (þegar þetta er skrifað). Við verðum að hafa í huga í samanburðinum hér að neðan að árið 2019 hefur ákveðna forgjöf umfram mörg önnur ár því sumardagurinn fyrsti var seinn í ár, bar upp á 25.apríl. - En hvað um það.

w-blogg030819a

Svarið er einfalt - fyrstu 14 vikur sumars eru þær hlýjustu á mælitímabilinu í Reykjavík, meðalhiti var 10,5 stig, næsthæstur var hann 10,3 stig 1941. Þá bar sumardaginn fyrsta upp á 24.apríl - þannig að árin keppa nokkurn veginn á jafnréttisgrundvelli hvað þetta varðar. Kaldastar voru vikurnar 14 árið 1979 - kemur svosem ekki á óvart, en rétt að taka fram að þá bar sumardaginn fyrsta upp á þann 19.apríl - sem dregur meðaltalið trúlega nokkuð niður í þessum samanburði. Aftur á móti er hitinn 1979 (5,9 stig) svo langt fyrir neðan næstlægsta gildið (6,3 stig, 1887) að vart kemur að sök (1887 bar sumardaginn fyrsta upp á 21.apríl).

w-blogg030819b

Sólskinsstundafjöldinn er líka mikill í ár (763), en þær hafa þó örfáum sinnum áður verið fleiri sömu vikur, flestar 1924 (852) og einnig mjög margar 2012 (848). Fæstar voru þær í fyrra, aðeins 344, ámóta og 1984 þegar þær voru 361. Mikil viðbrigði, og ólík eru þessi sumur tvö, nú og í fyrra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 343
 • Sl. sólarhring: 495
 • Sl. viku: 3246
 • Frá upphafi: 1954586

Annað

 • Innlit í dag: 326
 • Innlit sl. viku: 2890
 • Gestir í dag: 317
 • IP-tölur í dag: 313

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband