Meira um júlí

Ţó hlýtt hafi veriđ í júlí var hitafar á landinu ekki óvenjulegt nema um landiđ suđvestanvert. Eins og fram hefur komiđ í fréttum var ţetta hlýjasti júlímánuđur mćlisögunnar í Reykjavík, sá 11.hlýjasti (af 174) í Stykkishólmi, og 22.hlýjasti á Stórhöfđa - á Austurlandi var hann í miđjum leik, í 33.sćti af 65 á Egilsstöđum. Á Hveravöllum var hiti mánađarins hins vegar í 3.hlýjasta sćti (af 55) og telst í 3. til 4. sćti (af 140) í Árnesi. Međalhiti í byggđum landsins reiknast 11,2 stig, 1,6 stig ofan međallags júlímánađar á árunum 1961-1990 og 0,6 stig ofan međallags síđustu tíu ára. Ritstjóri hungurdiska hefur ekki enn reiknađ ţykktina yfir Keflavíkurflugvelli - en hún segir til um ţađ hversu hlýtt hefur veriđ í neđri hluta veđrahvolfs. Í endurgreiningum reiknimiđstöđva lendir hún hins vegar í kringum 15.sćti síđustu 70 árin. Hér er ţví ekki um einstök hlýindi á landsvísu ađ rćđa - vindáttir hafa veriđ íbúum á Suđvesturlandi hagstćđar. 

Ţađ sjáum viđ líka á ţrýstivikakorti evrópureiknimiđstöđvarinnar. Bolli Pálmason fćr ađ vanda bestu ţakkir fyrir kortagerđina. 

w-blogg010819ib

Jafnţrýstilínur (viđ sjávarmál) eru heildregnar, af ţeim ráđum viđ ríkjandi vindáttir, en ţrýstivik eru sýnd međ litum, ţau jákvćđu eru bleikleit, en ţau neikvćđu blá. Norđaustanáttin greinilega talsvert sterkari en venjulega í júlí - hćđin yfir Grćnlandi í öflugra lagi. Miđađ viđ ţessi vik getur komiđ á óvart ađ ekki skuli hafa veriđ kaldara norđaustan- og austanlands en raun ber vitni. Lauslegur samanburđur (án ábyrgđar og nákvćmra útreikninga) virđist benda til ţess ađ hiti hafi veriđ 1-2 stigum hćrri en venjulega í ţessari stöđu - og munar um minna. Međalhiti á Egilsstöđum var 10,6 stig nú, kannski hefđi hann átt ađ vera um 9 stig. 

Ađ einhverju leyti má finna ástćđur hlýindanna suđvestanlands og ţess ađ hiti var ofan vćntinga norđaustanlands í háloftunum.

w-blogg010819ia

Hér má sjá stöđuna í 500 hPa, međalhćđ og vik. Hćđin yfir Grćnlandi var sum sé af hlýju gerđinni ađ ţessu sinni. Gríđarmikil jákvćđ vik viđ Grćnland norđaustanvert - og vestanátt mun veikari en venjulega yfir Íslandi - algjör áttleysa raunar. Ţađ segir e.t.v. ekki mikiđ en síđustu 70 ár hefur vestanáttin ađeins 9 sinnum áđur veriđ jafnveik í júlí og nú, ţar af 6 sinnum á síđustu 13 árum, en ađeins ţrisvar 57 árin ţar á undan - allt auđvitađ gćđamánuđir á Suđvesturlandi - sístur ţó júlí 1988. Aftur á móti mikill skítur oftast eystra. Fyrir veđurnördin skal hinna getiđ líka: 1950, 1960, 2007, 2008, 2009, 2010, 2015, 2016  - auk júlí nú. 

Ţađ er um ţađ talađ ađ umframhlýnun á norđurslóđum valdi veikingu á vestanvindabeltinu - ekki síst ađ sumarlagi. Ţó ţćr vangaveltur séu á veikum grunni er ţví ekki ađ neita ađ hin endurtekni slaki í vestanáttinni í júlí hér viđ land á ţessari öld ýtir frekar undir grun um ađ eitthvađ kunni ađ vera til í ţessu. - En rétt eins má búast viđ ađ hér sé ađeins um tilviljanakennda „tískubólu“ ađ rćđa. Vestanáttin var í allgóđu lagi í júlí í fyrra. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 342
 • Sl. sólarhring: 496
 • Sl. viku: 3245
 • Frá upphafi: 1954585

Annađ

 • Innlit í dag: 326
 • Innlit sl. viku: 2890
 • Gestir í dag: 317
 • IP-tölur í dag: 313

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband