11.7.2019 | 23:33
Enn af júní síðastliðnum
Við lítum á meðalhæð 500 hPa-flatarins í nýliðnum júnímánuði og vik hennar frá meðallagi. Við þökkum Bolla Pálmasyni fyrir kortagerðina.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en vik sýnd með litum. Jákvæð vik eru rauðleit, en þau neikvæðu blá. Sjá má að mikil og þrálátur hæðarhryggur var fyrir vestan land, 500 hPa-flöturinn þar mun hærri en venjulega. Fyrir austan land var hins vegar lægðardrag sem teygði sig langt til suðurs og var flöturinn mun lægri en venjulegt er suðvestur af Bretlandi. Norðanátt var ríkjandi í háloftum yfir landinu.
Allir muna vonandi enn að fremur hlýtt var sunnanlands, en svalt fyrir norðan. Norðanáttin var að þessu sinni af þurru gerðinni, enda algengast í júní að loftið væri komið yfir Grænland heldur en úr austri eins og stundum er með norðanáttina. Sérlega sólríkt var fyrir sunnan, en dumbungsveður nyrðra - en úrkoma ekki mikil nema rétt á bletti við ströndina á Austurlandi norðanverðu.
Svo virðist sem norðanáttin hafi ekki mjög oft verið jafneindregin í júní og hún var nú, helst að finna megi svipað 2011 og 2012. Júní 2011 var alveg sérlega kaldur - engin mildandi hæðarhryggur í næsta nágrenni, en júní 2012 var heldur líkari júnímánuði nú - Grænlandsloft þá í háloftum frekar en norrænn bleytukuldi eins og árið áður.
Þetta er mjög ólíkt stöðunni í fyrra, en þá var hæð 500 hPa-flatarins langt undir meðallagi fyrir vestan land, en yfir því við Bretland. Ekki á vísan að róa varðandi veðrið - engu að treysta.
Við skulum nú fara á dálítið hugarfyllerí - heldur sterk blanda höfð um hönd og ábyggilega ekki fyrir alla að ganga með - þakka þeim sem ekki treysta sér lengra fyrir samfylgdina.
Landsmeðalhiti í nýliðnum júnímánuði reiknaðist 8,7 stig, +0,4 stigum ofan meðallags síðustu 80 ára - þrátt fyrir það að norðanátt var umtalsvert þrálátari heldur en að meðaltali. Oft hefur hér á hungurdiskum verið fjallað um samband þykktar (mismun á hæð 500 hPa og 1000 hPa-flatanna) og hita á landinu. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Þetta samband er þó lakara að sumarlagi heldur en á vetrum og verst er það í júlí og ágúst - þegar sjórinn er iðnastur við að kæla loftið - að meðaltali vermir hann á öðrum tímum árs.
Þetta samband hita og þykktar sést samt vel á línuriti - hér gert fyrir júnímánuði áranna 1949 til 2019.
Myndin skýrist nokkuð sé hún stækkuð - stækkanlegt pdf-eintak er að auki í viðhengi pistilsins. Þykktin er á lóðrétta ásnum, en landsmeðalhiti á þeim lóðrétta. Júní 2019 er inni í skýinu - meðalþykkt júnímánaðar var 544 dekametrar og ef við fylgjum þeirri línu upp frá lárétta ásnum komum við að rauðu aðfallslínunni við 8,5 stig, en meðalhitinn var í raun 8,7 stig. Ekki fjarri lagi og hefur áætlun oft verið verri. Hlýjustu júnímánuðirnir eru efst í skýinu - allir frá þessari öld, nema 1953 og allir talsvert hlýrri heldur en þykktin ein og sér benti til. Hlýtt loft að ofan hefur notið sín betur en að meðaltali.
Ríkjandi vindáttir - bæði við sjávarmál og í háloftum ráða miklu um meðalhita mánaða. Það gerir hæð 500 hPa-flatarins líka - hún segir talsvert um það af hversu suðlægum (norrænum) uppruna loftið er. Hægt er að giska á hver mánaðarmeðalhiti hefði átt að vera - miðað við áttirnar og 500 hPa-hæðina. Reynum það fyrir júnímánuð:
Lárétti ásinn sýnir þann hita sem hringrásarþættirnir segja að hefði átt að vera - en sá lóðrétti hinn raunverulega. Eins og á fyrri mynd eru hlýju júnímánuðirnir allir ofan aðfallslínunnar - það er nýliðinn júní reyndar líka. Meðalhiti hefði ekki átt að vera nema 8,1 stig (miðað við vindáttir og hæð 500 hPa-flatarins) en var 8,7 stig.
Næsta mynd sýnir þróunina síðustu 80 ár. Við köllum mismun á hringrásarhitanum og hinum raunverulega hitaleif.
Súlurnar sýna hitaleif einstakra júnímánaða (hversu langt þeir eru ofan eða neðan við aðfallslínuna á fyrri mynd). Á þessari öld hafa aðeins tveir júnímánuðir lent neðan línunnar, 2011 og 2015. Það er áberandi að júnímánuðir áranna 2010, 2013, 2014 og 2016 voru miklu hlýrri heldur en vænta mátti miðað við ríkjandi vindáttir. Aftur á móti voru hin miklu hlýindi í júní 2003 nær væntingum.
Hvort þetta afbrigðilega ástand leifanna heldur áfram vitum við ekki (því er ekki lokið) og við vitum ekki heldur hvers vegna þetta er svona. Það gæti tengst hlýnun á heimsvísu. Fyrir 30 til 35 árum þegar umræða um heimshlýnun komst á skrið fyrir alvöru var ritstjóri hungurdiska nokkuð viss um að henni myndi fylgja aukinn stöðugleiki að sumarlagi hér við land - stöðugleiki í þeirri merkingu að verra samband yrði milli lofts við sjávarmál og þess fyrir ofan. Tíðni sjávartengdra hitahvarfa myndi vaxa og styrkur þeirra aukast líka. Samband þykktar og meðalhita myndi versna að sumarlagi. Hann var þess vegna nokkuð viss um að þó hlýna myndi að vetrarlagi myndi verulegrar sumarhlýnunar langt að bíða. Eins og við sjáum af þessum myndum hafði hann rangt fyrir sér - eða alla vega ekki rétt - hvað svo sem síðar verður.
Það er athyglisvert að hitaleif júnímánaðar 2018 er nánast hin sama og þess nýliðna - þrátt fyrir að ríkjandi vindáttir hafi verið þveröfugar. Hér skulum við þó hafa í huga að við erum að vinna með landsmeðalhita en ekki hita einstakra veðurstöðva - eitthvað annað kæmi væntanlega út úr því.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 52
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 1973
- Frá upphafi: 2412637
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 1726
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.