Lauslega af snjóalögum

Varla að uppgjöri snjóathugana síðasta vetrar sé lokið, en látum samt slag standa og lítum á eins konar heildarútkomu. Venja er að miða snjóauppgjör annað hvort við árið í heild eða þá veturinn (september til ágúst) - en við hliðrum aðeins til og miðum við uppgjörsár frá júlí í fyrra til júníloka í ár. [Ekki alveg að skapi ritstjórans - en látið eftir óskum lesenda]

Venja er að reikna snjóhulu í prósentum. Sé alhvítt allan mánuðinn er snjóhulan 100 prósent, sé alautt er hún núll prósent. Sé helmingur daga alauður en helmingur alhvítur er snjóhulan talin 50 prósent, en hún er líka 50 prósent sé jörð hvorki alauð né alhvít heldur flekkótt sem kallað er allan mánuðinn. Auðvitað er venjulega engin snjóhula í byggð að sumarlagi þannig að vik eru ætíð tölulega smá á þeim tíma árs.

w-blogg080719c

Myndin sýnir vik snjóhulunnar frá meðallagi í einstökum mánuðum 2018 til 2019. Bláu súlurnar eiga við byggð, en hinar brúnu fjalllendi (í 500 til 700 metra hæð ofan sjávarmáls). Við sjáum að snjór var meiri á fjöllum en vant er í október 2018, en nóvember og desember 2018 voru sérlega snjóléttir, bæði í byggð og á fjöllum. Janúar 2019 var nærri meðallagi, en heldur meiri snjór var í byggð í febrúar en venjulega, mars var nærri meðallagi. Mjög lítill snjór var í apríl og maí - mun minni en að meðallagi. Það eru vetrarfyrningar sem oft halda uppi snjólagi að vorlagi - en þær voru litlar sem engar nú - væntanlega vegna snjóleysisins fyrir áramót. 

Heildarsnjóhulu vetrarins reiknum við með því að leggja saman snjóhulu einstakra mánaða. Væri alhvítt allt árið er hæsta mögulega summa 1200, væri alautt allt árið væri summan núll.

w-blogg080719a

Myndin sýnir vetrarsummur áranna 1924 til 2019, ártalið er sett við síðara ár vetrarins, ártalið 2019 á þannig við veturinn 2018 til 2019 og ártalið 1929 við veturinn 1928 til 1929. Við sjáum (eins og ráða mátti af myndinni að ofan) að snjóhula síðastliðins vetrar var nokkuð undir meðallagi tímabilsins alls - rétt eins og algengast hefur verið allt frá því veturinn 2001 til 2002, en þá urðu mikil umskipti í snjóalögum (og hitafari). Við þekkjum varla jafnlangt snjórýrt tímabil og þessi 18 síðustu ár. Snjór var einnig mjög lítill á árunum 1959 til 1965 og mörg snjórýr ár komu einnig fyrir 1949. 

w-blogg080719b

Ekki var farið að athuga snjólag á fjöllum (í nágrenni veðurstöðva) fyrr en 1935. Aðalatriði myndanna eru svipuð - þó komst fjallasnjór rétt yfir meðallag á árunum 2013 til 2016. Áhugamenn um skaflinn í Gunnlaugsskarði geta rýnt í þessa mynd og velt vöngum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 399
  • Frá upphafi: 2343312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 361
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband