Hlýr svipur

Óvenjulegur hlýindasvipur er nú á korti sem sýnir hita í 850 hPa-fletinum á norðurhveli. Spurning hvort hlýindi sumarsins hafa náð hámarki við Norðuríshaf. Mikil hlýindi yfir Alaska og Síberíu hafa sótt að kuldanum og hann hefur látið undan síga - en verður á suðlægari slóðum samt ekki eins snarpur og norðurfrá.

w-blogg040719a

Kortið gildir kl.18 nú síðdegis 4.júlí. Jafnþrýstilínur við sjávarmál eru heildregnar, mikil hæð er yfir Grænlandi og Norðurísahafinu og önnur yfir Alaska. Alldjúp lægð er yfir Rússlandi. Það er satt best að segja óvenjulegt að sjá aðeins einn grænan lit á þessu korti, hann sýnir hita í 850 hPa-fletinum, á bilinu -2 til -4 stig. Að auki er svæðið sem hann þekur sérlega lítið. Mestar líkur á því að sjá kort með þessari litasamsetningu eru heldur síðar í júlímánuði - en þó langt í frá á hverju ári. Það er heldur enginn blár litur á þykktarkortinu - líka fremur óvenjulegt - og meira að segja er þykktin hvergi neðan við 5340 metra. 

En sé rýnt í þetta kort má sjá hlýjan strók úr austri berast vestur á bóginn á milli Norður-Noregs og Svalbarða. Hita er spáð vel yfir 15 stigum í innsveitum á Svalbarða um helgina og hláku upp fyrir hæstu fjöll. Hámarksmetið í Longyearbyen á Svalbarða er þó varla í hættu, það er 21,3 stig - sett 16.júlí 1979. Það eru víst 40 ár síðan - og ritstjóri hungurdiska á fullu í veðurspánum. Um tíma var útlit fyrir að þetta hlýja loft kæmist alla leið til Íslands, en af slíku mun þó líklega ekki verða að þessu sinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 23
 • Sl. sólarhring: 80
 • Sl. viku: 1491
 • Frá upphafi: 2356096

Annað

 • Innlit í dag: 23
 • Innlit sl. viku: 1396
 • Gestir í dag: 23
 • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband