Dálítiđ af júní

Međan viđ bíđum eftir endanlegum tölum Veđurstofunnar um júnímánuđ 2019 getum viđ giskađ á landsmeđalhitann - en fyrst er ađ svara spurningu sem barst. Hún laut ađ sambandi hlýinda í Reykjavík og sólskinsstundafjölda. Í langflestum mánuđum ársins er ţví allmennt ţannig variđ ađ ţví meira sem skýjađ er í mánuđi ţví líklegri er hann til hlýinda í höfuđborginni. Ţessi regla bregst ađ nokkru í júlímánuđi - ţá eru sólardagar ađ međaltali hlýrri en ţeir alskýjuđu í Reykjavík - í júní svona beggja blands. 

w-blogg300619b

Myndin sýnir samband (sem ekkert er) mánađarmeđalhita og sólskinsstunda í júní í Reykjavík á árunum 1911 til 2019. Sólskinsstundirnar má lesa af lárétta ásnum, en hitann af ţeim lóđrétta. Svörtu strikin sem liggja upp og niđur og frá vinstri til hćgri um myndina ţvera sýna međaltöl hita og sólskinsstundafjölda áranna 1931 til 2010. Ţeir sem vilja líta á myndina í smáatriđum öllum geta opnađ pdf-viđhengiđ - ţar má stćkka myndina svo vel ađ smáatriđi sjáist. 

Júní 2019 lendir innan sporöskju ofantil til hćgri á myndinni, ásamt 2008 og 2012 - svipađir mánuđir, en dálítiđ hlýrri. Sólskinsstundirnar urđu 303,9, međalhiti mánađarins 10,4 stig. Neđar á svipuđu sólarsvćđi er blá sporaskja sem nćr utan um júní 1924 og 1952 - kaldir sólríkir júnímánuđir. Viđ getum tekiđ eftir ţví ađ fleiri sólríkir júnímánuđir eru ofan međalhitalínunnar heldur en neđan viđ hana - eitthvađ dregur sólskiniđ hitann upp (í keppni viđ kalda norđanáttina sem viđheldur heiđríkjunni). 

Allra hlýjustu júnímánuđirnir eru ţó neđan sólskinsstundameđallagsins (vinstra megin sólskinsmeđaltalslínunnar) - ţeir sem horfa á smáatriđin ćttu einnig ađ taka eftir miklum fjölda hlýrra júnímánađa á ţessari öld - og ađ júní 2019 er vel ofan langtímameđaltalsins - ţó hann sé rétt viđ međaltal júnímánađa ţessarar aldar.

Júnímánuđur í fyrra, 2018 er hins vegar inni í bláu sporöskjunni til vinstri - sólarlítill og fremur kaldur. Ekki er ţađ ţó regla ađ kaldir júnímánuđir séu sólarlitlir. Fylgni milli sólskinsstundafjölda og mánađarmeđalhita í júní í Reykjavík er svo lítil ađ varla getur marktćkt talist.  

Hiti á landsvísu í júní reynist vera -0,2 stigum neđan međallags síđustu tíu ára. Taflan sýnir vik á einstökum spásvćđum.

w-blogg300619a

Ađ tiltölu var hlýjast á Suđausturlandi og Suđurlandi, en kaldast á Norđaustur- og Austurlandi. Blái liturinn er látinn tákna ađ mánuđurinn hafi veriđ međal ţeirra sex köldustu á öldinni á viđkomandi spásvćđi - á öllum öđrum svćđum telst hitinn í međallagi á öldinni. 

Úrkoman rétti nokkuđ úr sér allra síđustu dagana, mánuđurinn reynist ţó líklega međal ţurrustu almanaksbrćđra sinna á allmörgum veđurstöđvum - ekki síst um landiđ suđaustanvert (sem lítiđ hefur veriđ í ţurrkafréttum). Bráđabirgđatölur segja ţetta ţurrasta júní í Snćbýli (athugađ frá 1977), Stafafelli í Lóni (1990), Gilsá í Breiđdal (1998) og Kirkjubóli (nćrri Akranesi, 1998). 

Loftţrýstingur er einnig međ hćrra móti lendir sennilega í 9.sćti á lista sem nćr til nćrri 200 ára athugana. Viđ athugum ţađ mál nánar ţegar endanlegar tölur hafa borist - ástćđa til ţess ţví ţrýstingur í maí var einnig óvenjuhár. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 2415
  • Frá upphafi: 2434857

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2142
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband