18.6.2019 | 22:44
Langur þurrkur
Sáralítil úrkoma hefur mælst um landið sunnan- og vestanvert í kringum fjórar vikur. Til dæmis hefur engin úrkoma mælst í Stykkishólmi frá því 20.maí og í Reykjavík hefur líka verið nærri því þurrt - þó ekki alveg. Þar sem ekki sér fyrir endann á þurrviðri er varla kominn tími á að gera það upp - enda ekki alveg einfalt þar sem spilliskúrir (afsakið orðalagið) hafa fallið - eins og í Reykjavík. Ritstjóri hungurdiska skrifaði nokkra fróðleikspistla um þurrka í Reykjavík (og á landsvísu) á vef Veðurstofunnar sumarið 2009 - en þá var líka eftirminnilega þurrt um tíma. - Þessir pistlar standa að mestu alveg fyrir sínu - en mætti þó alveg uppfæra. En ritstjórinn vill samt ekki gera það fyrr en núverandi kafla er lokið og séð verður hvernig hann stendur sig.
Til að lesendur hafi þó eitthvað að bíta og brenna á meðan er hér að neðan lítillega fjallað um skraufþurra kafla í Stykkishólmi. Þar hefur úrkoma verið mæld nærri því samfellt frá því í september 1856 - mælingar féllu þó niður um fimm mánaða skeið frá því í ágústbyrjun 1919 og út árið. Ekki er því alveg að treysta að mælingarnar séu alveg sambærilegar allan tímann - aðgæsla athugunarmanna varðandi rýra úrkomu kann að hafa verið misjöfn. Við getum þó varla gert annað en að trúa tölunum.
Eins og nefnt var að ofan hefur þurrkur nú staðið samfellt í Hólminum í 29 daga. Við leit finnum við fjóra jafnlanga eða lengri kafla. Sá stysti þeirra endaði 22.júlí 1963, varð 29 daga langur. Okkar kafli verður væntanlega lengri en það. Þrjátíu daga kafla lauk þann 15.apríl 1914 - svo snemma að vori að litlu hefur skipt fyrir gróður. En þá tók við mikill úrkomu og skakviðrakafli sem stóð langt fram eftir sumri.
Þann 27.júní 1942 lauk þurrkakafla sem staðið hafði í Stykkishólmi samfellt í 33 daga. Þessi kafli var ekki alveg þurr í Reykjavík - skiptist upp af nokkrum stökum úrkomudögum.
Lengsti þurrkkafli sem við vitum um í Stykkishólmi endaði 20.júní 1931 - og hafði þá staðið samfellt í 35 daga - frá 15.maí - og næsta hálfan mánuð þar á undan hafði aðeins rignt tvisvar samtals 3,2 mm. Í Reykjavík var þá alveg þurrt í 27 daga í röð (til 7.júní) - þá mældust 0,2 mm, en síðan var alveg þurrt í 6 daga í viðbót. Veðráttan segir um júní 1931:
Tíðarfarið var lengst af kalt og þurrt. Spretta með afbrigðum slæm, einkum á túnum, aðeins á raklendum engjum var hún sæmileg. Eitthvað kunnuglegt?
Á mæliskeiðinu öllu vitum við um 32 tilvik þegar úrkoma hefur ekki mælst í Stykkishólmi í 3 vikur eða meira - gerist um það bil fimmta hvert ár að jafnaði, síðast 2012 (og svo nú). Í Reykjavík eru þriggja vikna tímabil án allrar úrkomu um það bil helmingi fátíðari.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 27
- Sl. sólarhring: 407
- Sl. viku: 2289
- Frá upphafi: 2410278
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 2049
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.