Frá skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar

Ritstjóri hungurdiska var varla búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður (í spám) sýndu þær engin merki þess að hitabylgju væri að vænta. - Nú þá sendi skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar frá sér spána sem kortið hér að neðan sýnir.

w-blogg070619a

Spáin gildir á fimmtudagskvöld í næstu viku (13.júní). Þykkt (sem segir frá hita í neðri hluta veðrahvolfs) er hér meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Þetta er alveg við met - svipað því sem var í íslandsmetshitabylgjunni í júní 1939 og í ágústhitunum 2004. Hiti í 850 hPa er meiri en 14 stig - sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli - rætist spáin. 

Við verðum samt að leggja áherslu á að þetta er sýnd veiði en ekki gefin - líklegast að hitinn verði horfinn í næstu spárunu - ekki var hann í þeirri næstu á undan - og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. 

En þetta er merkileg spá engu að síður - 

Óviðkomandi viðbót:

Það er út af fyrir sig athyglisvert að meðalhiti fyrstu viku júnímánaðar í Reykjavík nú (2019) skuli vera nákvæmlega sá sami og sömu daga í fyrra (2018), 8,1 stig - í fyrra var svalt dag og nótt, en nú er kalt að næturlagi - en sæmilega hlýtt yfir hádaginn. Í fyrra var nánast sólarlaust - en nú hefur sólin skinið sem aldrei fyrr sömu daga. Skyldi þetta segja okkur eitthvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 1574
  • Frá upphafi: 2491661

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1442
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband