Stundum sleppum við vel

Þó heldur kalt hafi verið undanfarna daga, sérstaklega um landið norðaustanvert, er samt ekki hægt að segja að illa hafi farið - en litlu munar. Ritstjóri hungurdiska hefur stöku sinnum minnst á það sem hann (en enginn annar) kallar „þverskorna kuldapolla“. Sá sem við sjáum á kortinu hér að neðan er að vísu ekki mjög öflugur - og kannski ekki alveg fullkominn að gerð heldur - en samt.

w-blogg110519b

Þetta kort evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir á miðnætti síðastliðna nótt (aðfaranótt laugardags 11.maí). Háloftalægð - (kuldapollur) er fyrir norðaustan land. Litirnir sýna hér hæð 500 hPa-flatarins (ekki þykktina), en jafnþrýstilínur sjávarmálsþrýstings eru heildregnar. Eins og sjá má liggja þær um kuldapollinn þveran. Ekki sérlega öflugt kerfi - en nægir samt til þess að búa til leiðindaveður fyrir norðaustan land í dag (laugardag).

w-blogg110519a

Hér má sjá spá reiknimiðstöðvarinnar fyrir sjávarmálsþrýsting, vind og úrkomu sem gildir kl.18 síðdegis í dag, laugardag. Mikil leiðindi á ferð vestan og suðvestan við Jan Mayen, í nótt á brúnin á þessu veðri rétt að strjúka norðausturströndina - en svo virðist sem við sleppum annars vel. Stormur og mikið hríðarveður er í norðvestanáttinni - alvöru vorhret - sem við hefðum fengið á okkur hefðu kerfi og þróun verið um 500 km sunnar en reyndin er. 

Tilviljun ræður hér mestu - við fáum svona veður auðvitað yfir okkur endrum og sinnum á þessum árstíma - en segjum nú bara „sjúkk“. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a
  • w-blogg300625a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 2040
  • Frá upphafi: 2482280

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1825
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband