Kaldara

Kaldara loft er nú á leið til landsins. Það er raunar ættað frá norðurströnd Síberíu - fer yfir Barentshaf og á að komast hingað. Löng leið - og að miklu leyti yfir sjó að fara. Loftið hlýnar því talsvert á leiðinni - en það verða samt einhver viðbrigði, sérstaklega sé miðað við stöðuna framan af síðustu viku. 

w-blogg060519a

Við sjáum hér stöðuna eins og evrópureiknimiðstöðin giskar á hana síðdegis á þriðjudag, 7.maí. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og af þeim ráðum við vindstyrk og stefnu í miðju veðrahvolfi. Litir sýna þykktina, hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Við höfum nú lengi verið inni í grænu litunum, jafnvel brá fyrir gulu (sumarlitur) á dögunum, en nú stefnir í nokkra bláa daga. Hér liggja mörk grænu og bláu litanna yfir þvert Ísland, en blái liturinn sækir á. Mesti kuldinn á þessu korti er rétt austur af Svalbarða. Þar er þykktin minni en 5100 metrar - sú minnsta á norðurhveli þessa dagana.

Hluti þessa kulda rennur nú til suðvesturs í átt til okkar og fer hjá eftir miðja viku - en hefur þá hlýnað nokkuð - þykktin fer vonandi ekki mikið niður fyrir 5180 metra þegar hingað er komið - og þá aðeins stutta stund. Óþarflega lág tala í maí - en langt í frá óvenjuleg. Meðalþykkt á þessum tíma árs er um 5340 metrar. Minnsta þykkt sem við vitum um yfir Keflavík í maí er 5040 metrar - það var í kuldanum mikla 1982. 

Það er út af fyrir sig ágætt að hreinsa eitthvað af leifum vetrarkuldanna burt af norðurslóðum - yfir á svæði þar sem fljótlegra er að hita loftið - en samt er alltaf leiðinlegt að verða fyrir honum. - En verra gæti það verið og vonandi verða köldu dagarnir ekki margir. Sólin hjálpar syðra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 746
  • Sl. sólarhring: 803
  • Sl. viku: 1828
  • Frá upphafi: 2456985

Annað

  • Innlit í dag: 701
  • Innlit sl. viku: 1677
  • Gestir í dag: 683
  • IP-tölur í dag: 667

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband