Hlýindi enn

Þó enn séu fjórir dagar eftir af apríl (þegar þetta er skrifað á föstudagskvöldi) er ljóst að hann verður í flokki þeirra allrahlýjustu sem vitað er um. Í Reykjavík er hitinn nú í þriðjaefsta sæti og hefur náð 6,0 stigum. Meðalhiti í apríl 1974 var 6,3 stig. Til að jafna það þarf meðalhiti síðustu fjóra dagana að vera 7,9 stig eða meira - ekki alveg útilokað.

Í Stykkishólmi er meðalhitinn nú 5,3 stig, hlýjasti apríl þar um slóðir er 1974 (eins og í Reykjavík). Meðalhiti í Stykkishólmi þarf að vera 6,3 stig síðustu fjóra dagana til að jafna metið frá 1974. 

Á Akureyri þarf meðalhiti síðustu fjóra daga mánaðarins að vera 10,1 stig til að jafna metið frá 1974. Það er ólíklegra að metið falli þar heldur en á hinum stöðvunum tveimur. En apríl 1974 er langhlýjasti apríl sögunnar á Akureyri, meðalhiti þá var 6,8 stig, næsthlýjast var í apríl 1926, þá var meðalhiti stigi lægri, eða 5,7 stig. Nú (eftir fyrstu 26 dagana) er hann við 6,3 stig. Annað sætið virðist því nokkuð öruggt. 

Eyjafjallastöðvarnar Steinar og Hvammur eru hlýjastar það sem af er mánuði. Meðalhiti á þeim er nú 6,7 stig, meðalhiti er sömuleiðis 6,7 stig við Sandfell í Öræfum og 6,6 stig í Önundarhorni undir Eyjafjöllum. 

Hæsti viðurkenndi mánaðarmeðalhiti í apríl hér á landi er 7,1 stig á Hellu á Rangárvöllum 1974. Sjónarmun lægri hiti (líka 7,1 stig) reiknast á Loftsölum í Mýrdal sama ár, 1974. Ólíklegt er að þessi met verði slegin nú. Hitamælingar á Eyjafjallastöðvum Vegagerðarinnar þykja grunsamlegar fyrstu árin sem stöðvarnar voru í rekstri, meðalhiti í apríl 2002 er þannig 7,8 stig í Hvammi - harla ótrúleg tala miðað við það að methiti var hvergi annars staðar á sama tíma. 

Ein gömul tala, 7,1 stig er til frá Ofanleiti í Vestmannaeyjum, frá apríl 1842. Trúlega hefur sól náð að skína á mælinn einhverja daga - en annars var þetta í raun og veru hlýr mánuður - meðalhiti í Reykjavík reiknast þá t.d. 5,5 stig - og 6,4 stig í Hvammi í Dölum allgóðar tölur. 

Í viðhenginu er smávegis nördafóður - aðallega tengt háum aprílmeðalhita - en óttaleg hrúga.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlýindin eru vel sýnileg á gróðri, páskaliljur náðu víða að springa út á páskum sem er sjaldgæft á hérlendis, runnagróður af erlendum uppruna er að laufgast í Reykjvík en birkið íslenska er hinsvegar ónæmt fyrir slíkri bjartsýni og fer sér hægar. Sá fyrstu humluna í gær, tíðarfarið var þeim sérlega óhagkvæmt í fyrra og ná vonandi á strik í ár. Rauðhumlur eða ryðhumlur virðast í stórsókn hérlendis enda skemmtilegir nýbúar sem auðga lífræðilega fjölbreytni á Íslandi. 

Valur Norðdahl (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband