Nokkur umskipti?

Þó ekki sé hægt að segja að veður hafi verið slæm í nýliðnum marsmánuði er því ekki að neita að umhleypingar hafa verið talsverðir - fjölmargar lægðir af ýmsu tagi hafa runnið hjá landinu. Loftþrýstingur hefur líka verið undir meðallagi. Við byrjum pistil dagsins á því að líta á meðalkort marsmánaðar í 500 hPa-fletinum (og þökkum Bolla Pálmasyni og evrópureiknimiðstöðinni fyrir kortagerðina).

w-blogg020419b

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - og liggja stórhlykkjalítið um kortið þvert. Lögunin er reyndar ekki svo fjarri meðallagi, en eins og sjá má af vikamynstrinu (litir) hefur vestanröstin yfir Norður-Atlantshafi verið nokkuð sterkari en að meðallagi, línurnar liggja þéttar en vant er. Hæðarmunur á Landsenda á Spáni (Finisterre) og Scoresbysundi er um 500 metrar, um 140 metrum meiri en meðaltal segir til um. 

Nú er spáð breytingu. Kryppa á að koma á vestanáttina og sýnir kortið hér að neðan hvernig líkanið reiknar næstu tíu daga.

w-blogg020419a

Mikill viðsnúningur á að verða - hæðarvik eru í litum sem áður - og jafnhæðarlínur heildregnar. Köld lægð á að setjast að á Biskajaflóa, en hæð við Ísland. Þetta er meðalkort - á að sjálfsögðu ekki við alla dagana - og þar að auki ekki fullvíst að spáin rætist. En rætist þessi spá er úti um stöðugan lægðagang - (smálægðir ekki útlokaðar) - sú síðasta í bili kemur að landinu síðdegis á morgun - miðvikudag. Við sjáum blikubakka hennar nú þegar á lofti. 

Í fljótu bragði virðist þessi staða nokkuð vorleg - en sannleikurinn er samt sá að þetta er ekkert sérlega hlý hæð - þá daga sem ákveðinnar landáttar gætir fer hiti í henni þó trúlega vel yfir 10 stig á stöku stað. Kannski koma einhverjir góðir austanáttardagar á Suðvesturlandi. Kalt getur orðið á björtum nóttum. 

Gallinn við hæðir af þessu tagi er sá að í þeim er „stolið“ vorloft. Jú, það brúar kannski bilið þar til hið raunverulega birtist - en vetrarkuldi norðurslóða er langt í frá horfinn og það er ekki óalgengt að borga þurfi fyrir fyrirstöðublíðu í apríl með kuldanæðingi síðar. Ritstjórinn hefur þó ekki reiknað út hversu oft slíkrar „greiðslu“ er krafist. Gæti verið í þriðjungi tilvika (kannski tekst að skipta henni á nokkrar afborganir - ef það er þá nokkuð betra). En hið raunverulega vor er auðvitað á sinni leið til okkar - við vitum bara ekki hvenær það kemur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sæll Trausti. Góð grein. Ég sá að Kanadamenn sögðu árs meðalhitan aldrei eins mikinn og síðasta ár. Hvar fæ ég tölur yfir árs meðalhitan fyrir allt Íslandi ár frá ári yfir síðustu 10 til 20 árin.

Málið er að það hlýtur að vera skilda yfirvalda að gefa þessar tölur út svo þeir og við viti hvar við stöndum í baráttunni í þessum Global leikara skap.

Gætir þú bent mér á skrár yfir þetta. Ég veit að þú kemur oft með tölur yfir Reykjavík og fleiri staði en hef ekki séð neitt á landsvísu. Kannski misst af því. Kv V 

Valdimar Samúelsson, 3.4.2019 kl. 13:30

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er enginn opinber meðalhiti gefinn út fyrir landið í heild - en hiti á fjölmörgum stöðvum er birtur reglulega á vef Veðurstofunnar. Ég reikna hins vegar út slíkan hita fyrir sjálfan mig og hef oft um hann fjallað á þessum vettvangi og birt fjölmörg línurit. En meðalhiti áranna frá aldamótum er þessi:

landsmeðalhiti 2001-2018 °C
ár hiti
2001 4,1
2002 4,3
2003 5,1
2004 4,7
2005 3,9
2006 4,5
2007 4,4
2008 4,1
2009 4,4
2010 4,6
2011 4,2
2012 4,4
2013 3,9
2014 5,1
2015 3,7
2016 5,0
2017 4,7
2018 4,4

Bestu kveðjur

Trausti Jónsson, 3.4.2019 kl. 17:03

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Trausti. Þá er meðalhiti þessi 18 ár 3.94 C°.

Ég var búinn að geta mér að hann væri svona 5 til 6° norðan N60° og líklega minna fyrir 2019 eftir þennan vetur. 

Kveðja. Valdimar.

Valdimar Samúelsson, 3.4.2019 kl. 17:25

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Meðaltal þessaara 18 talna er 4,4 stig. - meðaltal síðustu aldar var 3,4 stig og 2,6 á þeirri 19. (nokkuð óviss tala þó). Ekki veit ég hvernig þú færð 3,94 - það eru aðeins þrjár tölur undir 4,0 og ein undir 3,9. Það hefur hlýnað mjög rösklega frá fyrri tíð.

Trausti Jónsson, 3.4.2019 kl. 18:00

5 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Meðaltal þessara 18 talna er 4,4 stig segir Trausti. Ef þetta er skipt niður á tvo áratugi það er melahitinn þessi:

2001- 2010 = 4,4 (10 ár)

2011-2018 = 4,4 (8 ár)

Það hefur þannig ekkert hlýnað á þessum áratug (eins og reyndar má sjá af seinni vorkomu í ár). Það auðvitað skýtur nokkuð skökku við fullyrðingar um sífellt aukna hlýnun og það mjög öra þessi misserin. Einnig við fullyrðingar að hlýnunin sé mest á norðurhveli jarðar. Einn stór áróður eða hvað?

Torfi Kristján Stefánsson, 3.4.2019 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 73
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 1822
  • Frá upphafi: 2348700

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 1596
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband