Nokkur umskipti?

Ţó ekki sé hćgt ađ segja ađ veđur hafi veriđ slćm í nýliđnum marsmánuđi er ţví ekki ađ neita ađ umhleypingar hafa veriđ talsverđir - fjölmargar lćgđir af ýmsu tagi hafa runniđ hjá landinu. Loftţrýstingur hefur líka veriđ undir međallagi. Viđ byrjum pistil dagsins á ţví ađ líta á međalkort marsmánađar í 500 hPa-fletinum (og ţökkum Bolla Pálmasyni og evrópureiknimiđstöđinni fyrir kortagerđina).

w-blogg020419b

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - og liggja stórhlykkjalítiđ um kortiđ ţvert. Lögunin er reyndar ekki svo fjarri međallagi, en eins og sjá má af vikamynstrinu (litir) hefur vestanröstin yfir Norđur-Atlantshafi veriđ nokkuđ sterkari en ađ međallagi, línurnar liggja ţéttar en vant er. Hćđarmunur á Landsenda á Spáni (Finisterre) og Scoresbysundi er um 500 metrar, um 140 metrum meiri en međaltal segir til um. 

Nú er spáđ breytingu. Kryppa á ađ koma á vestanáttina og sýnir kortiđ hér ađ neđan hvernig líkaniđ reiknar nćstu tíu daga.

w-blogg020419a

Mikill viđsnúningur á ađ verđa - hćđarvik eru í litum sem áđur - og jafnhćđarlínur heildregnar. Köld lćgđ á ađ setjast ađ á Biskajaflóa, en hćđ viđ Ísland. Ţetta er međalkort - á ađ sjálfsögđu ekki viđ alla dagana - og ţar ađ auki ekki fullvíst ađ spáin rćtist. En rćtist ţessi spá er úti um stöđugan lćgđagang - (smálćgđir ekki útlokađar) - sú síđasta í bili kemur ađ landinu síđdegis á morgun - miđvikudag. Viđ sjáum blikubakka hennar nú ţegar á lofti. 

Í fljótu bragđi virđist ţessi stađa nokkuđ vorleg - en sannleikurinn er samt sá ađ ţetta er ekkert sérlega hlý hćđ - ţá daga sem ákveđinnar landáttar gćtir fer hiti í henni ţó trúlega vel yfir 10 stig á stöku stađ. Kannski koma einhverjir góđir austanáttardagar á Suđvesturlandi. Kalt getur orđiđ á björtum nóttum. 

Gallinn viđ hćđir af ţessu tagi er sá ađ í ţeim er „stoliđ“ vorloft. Jú, ţađ brúar kannski biliđ ţar til hiđ raunverulega birtist - en vetrarkuldi norđurslóđa er langt í frá horfinn og ţađ er ekki óalgengt ađ borga ţurfi fyrir fyrirstöđublíđu í apríl međ kuldanćđingi síđar. Ritstjórinn hefur ţó ekki reiknađ út hversu oft slíkrar „greiđslu“ er krafist. Gćti veriđ í ţriđjungi tilvika (kannski tekst ađ skipta henni á nokkrar afborganir - ef ţađ er ţá nokkuđ betra). En hiđ raunverulega vor er auđvitađ á sinni leiđ til okkar - viđ vitum bara ekki hvenćr ţađ kemur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sćll Trausti. Góđ grein. Ég sá ađ Kanadamenn sögđu árs međalhitan aldrei eins mikinn og síđasta ár. Hvar fć ég tölur yfir árs međalhitan fyrir allt Íslandi ár frá ári yfir síđustu 10 til 20 árin.

Máliđ er ađ ţađ hlýtur ađ vera skilda yfirvalda ađ gefa ţessar tölur út svo ţeir og viđ viti hvar viđ stöndum í baráttunni í ţessum Global leikara skap.

Gćtir ţú bent mér á skrár yfir ţetta. Ég veit ađ ţú kemur oft međ tölur yfir Reykjavík og fleiri stađi en hef ekki séđ neitt á landsvísu. Kannski misst af ţví. Kv V 

Valdimar Samúelsson, 3.4.2019 kl. 13:30

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ er enginn opinber međalhiti gefinn út fyrir landiđ í heild - en hiti á fjölmörgum stöđvum er birtur reglulega á vef Veđurstofunnar. Ég reikna hins vegar út slíkan hita fyrir sjálfan mig og hef oft um hann fjallađ á ţessum vettvangi og birt fjölmörg línurit. En međalhiti áranna frá aldamótum er ţessi:

landsmeđalhiti 2001-2018 °C
ár hiti
2001 4,1
2002 4,3
2003 5,1
2004 4,7
2005 3,9
2006 4,5
2007 4,4
2008 4,1
2009 4,4
2010 4,6
2011 4,2
2012 4,4
2013 3,9
2014 5,1
2015 3,7
2016 5,0
2017 4,7
2018 4,4

Bestu kveđjur

Trausti Jónsson, 3.4.2019 kl. 17:03

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţakka Trausti. Ţá er međalhiti ţessi 18 ár 3.94 C°.

Ég var búinn ađ geta mér ađ hann vćri svona 5 til 6° norđan N60° og líklega minna fyrir 2019 eftir ţennan vetur. 

Kveđja. Valdimar.

Valdimar Samúelsson, 3.4.2019 kl. 17:25

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Međaltal ţessaara 18 talna er 4,4 stig. - međaltal síđustu aldar var 3,4 stig og 2,6 á ţeirri 19. (nokkuđ óviss tala ţó). Ekki veit ég hvernig ţú fćrđ 3,94 - ţađ eru ađeins ţrjár tölur undir 4,0 og ein undir 3,9. Ţađ hefur hlýnađ mjög rösklega frá fyrri tíđ.

Trausti Jónsson, 3.4.2019 kl. 18:00

5 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Međaltal ţessara 18 talna er 4,4 stig segir Trausti. Ef ţetta er skipt niđur á tvo áratugi ţađ er melahitinn ţessi:

2001- 2010 = 4,4 (10 ár)

2011-2018 = 4,4 (8 ár)

Ţađ hefur ţannig ekkert hlýnađ á ţessum áratug (eins og reyndar má sjá af seinni vorkomu í ár). Ţađ auđvitađ skýtur nokkuđ skökku viđ fullyrđingar um sífellt aukna hlýnun og ţađ mjög öra ţessi misserin. Einnig viđ fullyrđingar ađ hlýnunin sé mest á norđurhveli jarđar. Einn stór áróđur eđa hvađ?

Torfi Kristján Stefánsson, 3.4.2019 kl. 20:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 888
  • Frá upphafi: 2461206

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 772
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband