15.3.2019 | 02:23
Árstíđasveifla hámarks- og lágmarkshita (1)
Eins og margoft hefur fram komiđ eru árstíđa- og dćgursveiflur mjög hugleikar ritstjóra hungurdiska. Hann lendir endrum og sinnum á slćmum sveiflutúrum og kann sér lítt hóf međan á ţeim stendur og nánast óhjákvćmilegt ađ eitthvađ sullist út á síđur bloggsins. Í dag er fjallađ um árstíđasveiflu hámarks- og lágmarkshita á landsvísu (efniđ dugar í marga pistla - en vonandi tekst ritstjóranum ađ halda flóđinu eitthvađ í skefjum.
Ţađ sem hér fer á eftir er ţó tiltölulega saklaust og skýrt(?). Ţeir sem nenna ađ lesa ţađ allt ćttu ţó ađ gera ţađ í rólegheitum.
Myndin byggir á mćlingum sjálfvirkra stöđva í byggđum landsins á tímabilinu 1996 til 2018. Mánuđir ársins eru á lárétta ásnum, en hann nćr ţó yfir 18 mánuđi - til ţess ađ hvorki sumar né vetur séu sundurklippt á myndinni. Lóđrétti ásinn er hitakvarđi.
Neđri ferillinn sýnir međalhámarkshita allra stöđva sérhvern dag ársins á umrćddu tímabili. Taka ţarf fram ađ stöđvakerfiđ er ekki alveg einsleitt allan tímann. Viđ erum hins vegar ekki endilega á höttunum eftir nákvćmum tölum - heldur er ţađ frekar form sveiflunnar sem vekur áhuga. Viđ sjáum ađ međalhámarkiđ er ofan frostmarks alla daga ársins og ađ nokkur munur er á međalhámarkshita og miđgildi hans. Međalhita fáum viđ međ ţví ađ reikna međaltal allra daga, hann er 7,4 stig. Miđgildiđ skiptir dreifingunni í tvennt, jafnmargir dagar eru neđan ţess og ofan, ţađ er hér 6,2 stig - merkt međ grárri línu ţvert yfir myndina. Lóđréttu, gráu strikalínurnar sýna hins vegar misseramörkin gömlu, sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Ţau lenda mjög nćrri miđgildi hitans eins og sjá má.
Ţađ er sjórinn umhverfis landiđ sem heldur hitanum uppi ađ vetrarlagi, ef hans nyti ekki viđ vćri sennilega minni munur á ársmeđalhámarkshita og miđgildi međalhámarkshitans. Ţađ er 28.júlí sem reiknast hér hlýjastur (miđađ viđ međalhámark landsins), 8,6 stigum ofan miđgildisins [ţessi dagur er trúlega annar á öđrum viđmiđunartímabilum]. Kaldastur er hér 7.febrúar (međalhámark 1,3 stig) - ţađ gćti auđvitađ veriđ nćr hvađa dagur sem er á tímabilinu 15.desember til 1.apríl sem lendir í ţessu hlutverki - svo litlu munar. Ţessi kaldasti dagur er ađeins 4,9 stigum kaldari en miđgildiđ. Viđ gćtum ímyndađ okkur ađ kaldasti dagurinn ársins vćri jafnlangt frá miđgildinu eins og sá hlýjasti. Ţá vćri međalhámarkshiti hans -2,4 stig.
Ferillinn sem viđ höfum veriđ ađ fjalla um sýnir međaltal byggđa landsins alls - en viđ leitum nú ađ hćsta hámarki hvers dags og reiknum međaltal ţess fyrir hvern almanaksdag. Rauđi ferillinn á myndinni sýnir niđurstöđu ţeirra reikninga. Í fornum hungurdiskapistli (2011) var eitt sinn fjallađ ţađ hvar á landinu líklegast er ađ finna hćsta hámark á mismunandi tímum dagsins.
Ţađ eru fáeinir dagar á ári (17) ţegar međallandshámarkiđ er hćrra en 20 stig (á ţessu umrćdda tímabili) - ţar af samfleytt frá 17. til 30.júlí. Hćst reiknast ţađ hér 28.júlí, 21,1 stig, lćgst er ţađ 7.febrúar, 5,7 stig. Ársmeđaltaliđ er 12,2 stig, en miđgildiđ 10,8 stig. Hér er sjávarhjálpin enn meiri en í fyrra dćmi.
Viđ lítum einnig á međallágmarkshitann á sama hátt.
Gráa línan sýnir međallágmarkshita á sjálfvirkum stöđvum í byggđ hvern almanaksdag 1996 til 2018, en sú bláa međaltal lćgsta lágmarkshita landsins hvern almanaksdag. Í fljótu bragđi virđast ţessir ferlar eins og ţeir á fyrri myndinni - ađ öđru leyti en ţví ađ allar tölur eru mun lćgri (ađ sjálfsögđu), en viđ berum ferlana e.t.v betur saman síđar (athyglisverđur munur kemur í ljós). Spönn međallágmarks- og hámarkshita er mjög áţekk, spönn međaltals lćgsta lágmarks ţó nokkru meiri en spönn međaltals hćsta hámarks.
Ţađ er 30.júlí sem á hlýjustu nóttina, međallágmarkiđ er ţá 8,2 stig, en lćgsta talan er 18.janúar, -4,8 stig.
Ađ lokum lítum viđ á nokkrar dagsetningar vor og haust. Ţađ er 27.apríl sem međallágmarkshitinn fer yfir frostmark ađ vori, ađ hausti fellur hann niđur fyrir ţađ 25.október (alveg í samrćmi viđ misseraskiptin fornu). Ţađ er ekki fyrr en 4.júní sem međaltal lćgsta lágmarks á landinu fer upp fyrir frostmark - og dettur niđur fyrir ţađ aftur 12.september - og nćr aldrei 5 stigum - stutt er sumariđ.
Viđ látum hér stađar numiđ - en eigum mjög mikiđ inni.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 48
- Sl. sólarhring: 226
- Sl. viku: 1013
- Frá upphafi: 2420897
Annađ
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 890
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.