13.3.2019 | 21:34
Snjór í Reykjavík - árstíðasveifla
Hér er litið á árstíðasveiflu snjóhulu í Reykjavík. Ritstjórinn hefði e.t.v. átt að bíða með þá umfjöllun í tvö ár í viðbót því þá verða 100 ár frá því að snjóhula var fyrst metin og snjódýpt mæld við Veðurstofuna. En látum slag standa þó árin séu ekki nema 98. Að sjálfsögðu er það svo að athugunar- og mæliraðir þessara veðurþátta geta engan veginn talist gallalausar. Gallarnir eru af ýmsu tagi, mælingarnar hafa verið framkvæmdar á mismunandi stöðum í bænum, við mismunandi mengunar- og traðkskilyrði auk þess sem reglur um mat á snjóhulu hafa ekki verið nákvæmlega þær sömu allan tímann - og eru þar að auki nægilega óljósar til þess að athugunarmenn eru ekki alveg samstíga í matinu.
Snjóhuluröðin er þó líklega betri heldur en snjódýptarmæliröðin. Gallar þessir koma þó ekki svo mjög að sök þegar litið er á árstíðasveiflur - en kunna að skipta meira máli þegar horft er á langtímaraðir (sem við lítum á síðar).
Á tímabilinu hefur snjóhula nær allan tímann verið metin kl.9 að morgni - vor og haust verður stundum alhvítt um stund yfir blánóttina - við missum af slíku. Snjódýptin hefur lengst af verið mæld líka kl.9, en á fyrri árum var það þó ekki alltaf regla - aðrir athugunartímar sjást, bæði um hádegið og síðdegis - við skulum ekkert gera með það.
Myndin sýnir hlutfall alhvítra, alauðra og alhvítra+flekkóttra daga í Reykjavík - á hverjum almanaksdegi ársins. Lárétti kvarðinn nær frá 1.júlí (lengst til vinstri) og til 30.júní (lengst til hægri). Lóðrétti kvarðinn sýnir hlutfallstölu. Rauða línan segir okkur hvers stórt hlutfall hvers almanaksdags er alauður í Reykjavík, sú bláa hversu stórt hlutfall daganna er alhvítur, en græna línan leggur saman alhvíta og flekkótta daga, en flekkóttir eru þeir dagar sem hvorki eru alhvítir né alauðir.
Árin nítíu og átta varð fyrst alhvítt að hausti (eða síðsumars) þann 8.september. Það var árið 1926, reyndar varð bara hvítt í rót sem heitir. Síðast að vori varð alhvítt 16.maí, en flekkótt jörð var einu sinni talin 28.maí. Við vitum af alhvítum nóttum síðar á vori (snemmsumars) en eins og nefnt var að ofan er slíkt ekki talið með.
Sá dagur ársins sem er líklegastur til að vera alhvítur í Reykjavík er 18.janúar, (55 prósent líkur), hann er síst líklegur til að vera alveg auður (ásamt 6.janúar og 27.desember). Það er að meðaltali 28.nóvember sem líkur á að dagur sé ekki alauður fara niður fyrir 50 prósent í Reykjavík og svo 23.mars sem líklegra verður að enginn snjór sé á jörðu í Reykjavík heldur en einhver snjór. Það er á tímabilinu 21.desember til 8.mars sem líklegra er að dagur sé alhvítur en alauður í Reykjavík.
Síðari myndin sýnir snjódýptina. Lögð er saman snjódýpt hvers almanaksdags í Reykjavík í 98 ár. Lesa má summuna á lóðrétta kvarðanum til vinstri, og bláa ferlinum. Vegna þess að árin eru 98 getum við séð meðalsnjódýpt (sé einhver merking í henni) með því að deila í töluna með 100. Snjóasamasti dagur ársins - miðað við snjódýpt - er 18.janúar.
Rauði ferillinn sýnir hins vegar meðalsnjódýpt þeirra daga sem alhvítir eru (kvarðinn til hægri). Þá skera þeir fáu dagar sem alhvítir eru vor og haust sig nokkuð úr. Ástæðan er sú að þeir eru oftast stakir (eða því sem næst), það þarf töluverða úrkomu til að hann lifi af til mælingar, snjórinn bráðnar fljótt alveg (tekur strax upp) og hefur ekki nein áhrif á meðaltöl snjódýptar næstu daga á eftir. Á bakvið vetrarmeðaltölin eru hins vegar mjög fjölbreyttir dagar - þar er fjöldi daga með gömlum snjó sem mælist dag eftir dag - jafnvel þótt lítill sé orðinn og rýr. Gamall snjór er ekki til í Reykjavík vor og haust.
Hæsta vetrartala rauða ferilsins fellur á 26.febrúar.
Þessi pistill er eins konar framhald annars sem birtist hér á hungurdiskum á aðfangadag jóla 2018 og fjallaði um árstíðasveiflu snjóhulu á landinu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 323
- Sl. sólarhring: 434
- Sl. viku: 2685
- Frá upphafi: 2410987
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 2356
- Gestir í dag: 258
- IP-tölur í dag: 248
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.