28.2.2019 | 13:21
Hugur reikar - í blíðunni
Í blíðunni í dag (fimmtudag 28.febrúar) leitar hugurinn - eins og venjulega á þessum árstíma - aftur til vetrarins 1963 til 1964 og þeirrar sérlega góðu tíðar sem þá ríkti. Við skulum til gamans horfa á eitt háloftakort frá þessum tíma - staðan afskaplega svipuð stöðunni í dag (kort sem sýnir hana birtist í síðasta pistli hér á undan).
Þetta er seint á föstudagskvöldi, 21.febrúar (kl.23 að þágildandi tíma hér á landi). Hæðarhryggur er í háloftunum yfir landinu studdur af hlýju lofti sem berst úr suðaustri - nærri því alveg eins og nú. Kuldapollar eru að bylta sér langt fyrir norðan og vestan - rétt eins og nú. Fyrstu dagar febrúar 1964 höfðu verið mjög kaldir (líka nú) - einu verulega köldu dagar þess vetrar og mikill snjór var þá víða um land. En hann tók undrafljótt upp.
Kuldapollurinn Stóri-Boli var oft mjög öflugur þennan vetur og virtist stundum mjög ógnandi - en einhvern veginn varð aldrei neitt úr því að hann skyti örmum sínum til landsins. Í apríl og maí komu hins vegar kuldaköst, hálfleiðinleg að vísu en algjörir smámunir miðað við þau sem gengu yfir vorið áður - 1963.
En ritstjóri hungurdiska trúir ekki á hliðstæðuspár - veðrið finnur sér ætíð nýjan og frumlegan farveg. Ólíklegt verður því að telja að framhaldið verði að þessu sinni svipað og var 1964 - þegar vetrarblíðan var endalaus.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 162
- Sl. sólarhring: 388
- Sl. viku: 2556
- Frá upphafi: 2411182
Annað
- Innlit í dag: 133
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 129
- IP-tölur í dag: 128
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Flott mál en annað hjá félaga í Minnesota annar blautur stormur vestan frá Californíu sem mun skilja eitt fet af snjá eftir Í Minnesota. Hann verður að byrgja sig upp áður en reiknar með minnst viku fastur heimavið.
Hér er blíða eins og þú segir sjálfur frá. Getur þú Trausti sagt mér hver árs meðalhiti norðan N55° og eða bent mér á gögn um það.
Kveðja. Valdimar.
Valdimar Samúelsson, 28.2.2019 kl. 16:33
Valdimar - ég átta mig ekki á því hvað þú átt við með meðalhita norðan 55 gráða - gætir þú skýrt það betur?
Trausti Jónsson, 28.2.2019 kl. 17:42
Trausti þetta er kanski langsótt en grundvallast á þegar allir talað er um meðalhita hækkun jarðar um sem dæmi 0.5°C Er æægt að heimfæra þetta á 1/3 af heiminum.
Valdimar Samúelsson, 28.2.2019 kl. 19:22
Kæra þakkir fyrir þetta Trausti.
Já það var einmitt veturinn 62/63 að ég lét freistast til að sleikja gaddakeðjuna undir Scaníu pappa í kuldanum á Siglufirði. Þær glitruðu svo flott. Og að liggja í snjónum og horfa á norðurljósin dansa var einnig ógleymanlegt. Sleikurinn við gaddakeðjuna endaði hins vegar ekki vel og skilnaðurinn varð, tja, ógleymanlegur líka. Og ég man eftir því að veðrið á gamlárskvöld 1963 var gott við brennuna, því ég fór að gráta þegar ártalið undir Gimbraklettum skipti yfir í 1964, því ég var orðinn nógu gamall og íhaldssamur til að skilja að það myndi aldrei koma aftur. Það fuðraði bara upp í reyk og ösku yfir allan himinn, sýndist mér, og varð skelkaður yfir því hvað tíminn var brothættur, að hægt væri að brenna árið burt.
Þakka þér innilega fyrir að gefa okkur innsýn í verðursagnfræðirannsóknir þínar. Ég fann árið 1920 hjá þér en það ár dó ungur föðurafi minn í Miðfirði sem ég sá aldrei. Mig langaði að vita hvernig veðrið var þá, skömmu fyrir jól. Og það fann ég hjá þér.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 1.3.2019 kl. 00:39
Þakka þér fyrir vinsamleg orð í minn garð Gunnar. Valdimar - hlýnun norðan við 55 gráður er almennt svipuð og annars saðar - en heldur meiri þar sem áhrifa ís- og snjórýrnunar gætir. Þau aukaáhrif eru mismikil frá einum stað til annars á norðurslóðum - töluverð t.d. hér á landi.
Trausti Jónsson, 1.3.2019 kl. 14:42
Þakka Trausti og fyrir allar upplýsingarnar sem þú hefir veitt í fjölda ára. Þú mátt skila kveðju til vin og fálaga Kela Þ.Þ ef þú sérð hann. Hann líka er mikill spámaður á ýmsum sviðum.
Valdimar Samúelsson, 2.3.2019 kl. 21:17
Þakka sömuleiðis Valdimar.
Trausti Jónsson, 3.3.2019 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.