Landsmeðalhiti janúarmánaðar

Við lítum nú á meðalhita í byggðum landsins í janúar (þó enn sé hann ekki alveg liðinn þegar þetta er skrifað). Hann reiknast -0,4 stig, um -0,9 stigum neðan meðallags síðustu tíu janúarmánaða (sem að vísu hafa flestir verið mjög hlýir). 

röð(af 19)spásvármánvik spásv
11120191-0,7 Suðurland
12220191-0,7 Faxaflói
14320191-0,9 Breiðafjörður
12420191-0,9 Vestfirðir
10520191-0,8 Strandir og Norðurland vestra
10620191-0,7 Norðausturland
12720191-0,9 Austurland að Glettingi
12820191-0,9 Austfirðir
11920191-0,9 Suðausturland
111020191-0,6 Miðhálendið

Taflan sýnir vik í einstökum landshlutum (miðað við síðustu tíu ár), en fyrsti dálkurinn sýnir í hvaða sæti (að ofan) hann raðast meðal 18 annarra janúarmánaða frá aldamótum. Ekki er mikill munur á vikum eftir landshlutum, þau eru þó minnst á miðhálendinu (sem ekki er með í heildartölunni). 

Þessar tölur leyna þó því að mánuðurinn var sérlega tvískiptur. Hiti var að vísu rétt neðan meðallags þann 1. en síðan tóku við óvenjuleg hlýindi sem stóðu fram til þess 12. Síðan hefur verið heldur svalt í veðri, sérstaklega síðustu 6 dagana. 

w-blogg310119a

Myndin sýnir meðalhita í byggðum landsins í janúar aftur til 1874 (fyrir þann tíma eru meðaltölin harla óviss - en ágiskun sett með hér til skemmtunar - grálituð). Breytileiki hitans er mjög mikill og lítið man janúar hitafar frá ári til árs. Tímabilið eftir 1995 (síðasti kaldi janúarmánuðurinn á myndinni) er þó óvenjulega stöðugt. Litlar líkur eru á að sá stöðugleiki haldist endalaust. Til gamans er meðalhiti síðustu sjö daga (-4,2) merktur á lóðrétta kvarðann til hægri á myndinni. 

Nokkuð hefur verið rætt um misjafnt hitafar á höfuðborgarsvæðinu. Taflan hér að neðan sýnir meðalhita og fleira á veðurstöðvum á því svæði síðustu 7 daga.

vikan 25. til 31.1mhiti hæst hámlægst lágmmvindhr NAFN
 2019-5,82,2-14,93,3 Straumsvík
  -4,41,4-9,32,4 Reykjavík
  -4,91,6-11,63,2 Reykjavíkurflugvöllur
  -5,71,7-14,63,2 Korpa
  -5,01,2-10,84,6 Geldinganes
  -5,80,1-12,05,4 Hólmsheiði
  -8,50,3-20,02,6 Víðidalur
  -3,53,8-10,34,2 Skrauthólar
  -4,71,0-9,2  Reykjavík búveðurstöð
  -6,1-0,6-11,33,4 Arnarnesvegur
  -6,30,5-12,52,7 Garðabær - Kauptún
  -8,3-1,2-17,34,2 Sandskeið
  -2,83,0-8,64,0 Blikdalsá
  -4,42,7-10,45,5 Kjalarnes

Hér má sjá að langhlýjast hefur verið við stöð vegagerðarinnar við Blikdalsá á Kjalarnesi, meðalhiti -2,8 stig. Þar gætir væntanlega bæði sjávaráhrifa og hita „að ofan“ því kuldinn að þessu sinni hefur verið mest bundinn við mjög þunnt lag næst yfirborði landsins, orsakaður af björtu veðri og einangrandi snjóhulu sem ýtt hefur undir óvenju neikvæðan varmabúskap allra neðstu laga. Loft sem kólnað hefur á þennan hátt hefur víða fengið að vera í friði í óvenjuhægum vindi. Um leið og eitthvað hreyfir vind hrekkur hiti úr -8 til -10 stigum upp í -2 til -4 - eða jafnvel hærra. 

Lægstu meðaltölin eru á nýrri stöð Veðurstofunnar, í Víðidal, þar hefur meðalhiti undanfarna viku verið -8,5 stig, og -8,3 við Sandskeið. Hlýrra hefur verið á Hólmsheiði (-5,8 stig), en eins og sjá má í dálkinum sem sýnir vindhraða hefur meðalvindhraði þar verið um 5,4 m/s, en ekki nema 2,6 m/s í Víðidal, svipaður og á Veðurstofutúni. Við sjáum að hiti hefur einhvern þessara daga fari upp fyrir frostmark á öllum stöðvunum nema Sandskeiði og við Arnarnesveg (dálítið misvísandi nafngift - þó rétt sé).

Langmest hefur frostið mælst í Víðidal, -20,0 stig og -17,3 á Sandskeiði. Frost hefur hins vegar ekki enn náð -10 stigum við Veðurstofuna. Kaldasta loftið í þessum áfanga fer yfir landið á morgun (föstudag) sé að marka spár, en það fer þó eftir vindaðstæðum hvort frost verður meira en orðið er. Annað kvöld fá Blikdalsá og stöðvarnar á Veðurstofutúni tækifæri til að ná -10 stigunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband