Fáeinir kuldadagar

Um framtíđina vitum viđ ekkert - en getum litiđ til fortíđar. Undanfarnir dagar hafa veriđ nokkuđ kaldir á höfuđborgarsvćđinu (og víđar á landinu). Ţađ kemur samt nokkuđ á óvart ađ veitum sé brugđiđ - og veit varla á gott ţví satt best ađ segja geta ţessir kuldar varla talist miklir - enn sem komiđ er ađ minnsta kosti. Kannski hafa menn haldiđ ađ hnattrćn hlýnun hafi gengiđ frá nákvćmlega öllum kuldaköstum dauđum. Nei, kuldaköst eru ekki dauđ ţó tíđni ţeirra hafi óneitanlega minnkađ verulega hin síđari ár miđađ viđ ţađ sem oft var áđur og heldur tannlaus hafa ţau flest veriđ síđustu tvo áratugi. 

Hér ađ neđan er leitađ ađ dögum sem eru jafnkaldir eđa kaldari í Reykjavík en ţeir nýliđnu tveir til ţrír - og fjöldi á ári síđan talinn, en ađeins í vetrarmánuđunum fjórum. Viđ hugum ekkert ađ ţví enn hvort ţeir dagar hafa hafa komiđ stakir eđa í klösum. Athugum ţađ síđar verđi kuldinn nú langvinnur (en ţađ er hann varla enn). 

w-blogg300119

Horft er alveg aftur til 1872 en upplýsingar um daglegan međalhita vantar stöku ár snemma á 20.öld. Ţađ vekur strax eftirtekt hversu fáir köldu dagarnir hafa veriđ á ţessum áratug, áriđ 2011 sker sig ađ vísu nokkuđ úr - viđ fengum ţá eftirminnilega kalda syrpu í desember. Fáein stök fyrri ár eru rýr, einna helst viđlođandi upp úr 1920. Ţó kuldatímabil síđari hluta 20.aldar hafi hafist nokkuđ snögglega 1965 var ţađ samt ţannig ađ kaldir dagar voru nokkuđ algengir á stórum hluta hlýindatímans áđur - mun algengari heldur en ţeir hafa veriđ síđustu 14-15 árin - en áraskipti veruleg. 

Á 19.öld er eitthvađ allt annađ ástand, ađeins í stöku ári sem kaldir dagar voru fćrri en 2011. 

Köldu dagarnir nú hafa veriđ hćgir - enda hefur loftiđ yfir landinu í raun ekki veriđ svo sérlega kalt. Ţykktin, en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs hefur ekki veriđ mjög lág - í spánum er hún lćkkandi, verđur e.t.v lćgst á föstudaginn. Mikill munur hefur ţví veriđ á hita ţar sem vindur hefur veriđ hćgur og ţar sem vind hefur hreyft. 

Álag á hitakerfi vex talsvert međ vindi. Viđ verđum ţó ađ hafa í huga ađ svokölluđ vindkćlistig húsa og manna eru langt í frá samstíga. Ritstjórinn nennir ţó ekki ađ reifa ţau mál frekar en hann hefur ţegar gert, en hlýtur samt ađ spyrja hvađ gerist ef raunverulegir kuldar skella á - sem ţeir gćtu auđvitađ gert. Framtíđin alltaf óráđin, jafnvel í hlýnandi heimi.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta eru auđvitađ nokkuđ skondnar upplýsingar. Ekki kemur fram viđ hvađ er miđađ, ţ.e. hvađa frosttölur er miđađ viđ né á hvađa degi. Ţá talar Trausti um fáeina kuldadaga, tvo til ţrjá nýliđna, ţegar nćr stanslaust frost hefur veriđ í Reykjavík frá ţví á sunnudag (eđa í fimm daga)!
Svo eru auđvitađ ađalfrostdagarnir eftir, ţ.e. föstudagur og laugardagur (og spáđ allt ađ 17 stiga frosti á laugardagsmorgninum!). Hann hefur ţví veriđ ađeins of fljótur á sér blessađur - og uppfćrir ţetta graf ţví vonandi um helgina!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 31.1.2019 kl. 08:45

2 identicon

Sćll Trausti og til hamingju međ ađ átta ţig á afleiđingum ítrekađra viđvarana ţinna og Halldórs Björnssonar til stjórnvalda um meinta 3°C hlýnun á Íslandi fram til 2050. Auđvitađ sofna íslensk stjórnvöld á verđinum ţegar málsmetandi menn keppast viđ ađ telja ţeim trú um yfirvofandi óđahlýnun - kólnun hefur hingađ til ekki veriđ í kortunum hjá ykkur á Veđurstofunni.

Í stađ ţess ađ reyna ađ hlaupast frá ábyrgđ er rétt ađ ţú og HB horfist í augu viđ kólnandi loftslag á jörđu vegna lítillar sólvirkni og kólnunar úthafa. Framundan er áratuga hnattkólnun sem alvöru vísindamenn hljóta ađ kannast viđ.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 31.1.2019 kl. 15:09

3 identicon

Ósköp er ţetta venjulegur vetur, varđandi frostatölur.  Reyndar ćđi mikill snjór í enda nóv. og byrjun des.  Snjóinn tók ţó "fljót af" og hitastigiđ nálgađist + 15 C, eina vikuna í des.  Ţó finnst mér fullmikiđ hafa snjóađ hér, síđustu daga.  Sennilega nálgast ţađ 50 cm. í mínu hverfi.  Mćldi ţó ekki í morgun.  Ţađ gengur ţó yfir, eins og venjulega.  Á ţessari stundu, eru - 2 C í mínu hverfi á Akureyri og éljagangur međ köflum.  Ţó sé ég ţokkalega til fjalla.  ...Enda eitt kaldast hverfiđ (brekkan, efst) fyrir utan kuldapollinn á Akureyrarflugvelli (og reyndar er ţar heitast, ţegar sá gállinn er á veđrinu, sem og á Oddeyri).  Mér finnst kvartanir mest heyrast frá borgarbúum, svona ekki ósvipađ og í rigningartíđinni ţar á slóđum a sumrin.  Annars hef ég veriđ ađ glugga dálítiđ í "aldirnar", síđustu daga og veđurfariđ á öldum áđur.  Ég get ekki annađ en brosađ, ţegar ég heyri "kveinstafina" frá međlöndum mínum.

Páll A. Ţorgeirsson (IP-tala skráđ) 31.1.2019 kl. 15:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Maöur  hrekkur nú ekki viđ yfir fáeinum kuldadögum!

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2019 kl. 16:21

5 identicon

Smá innlegg varđandi "óvenjulegar frosthörkur" sem finnast reyndar ekki hérna viđ Mjölnisholtiđ. Heitavatnsnotkunin okkar yfir áriđ er frekar stöđug en fer ţó minnkandi međ hlýnandi árum, var fyrir aldamót um 2600 m3 t.d 2679 m3 áriđ 2000 en ţá var ársmeđaltaliđ 4,5° og vindur 4,8 m/sek. Seinni árin er ţetta í kringum 2200 m3. Áriđ 2014 2065 m3 en ţá var međaltalshitinn 6,0°og vindur bara 3,8 m/sek.

P.S svo má alveg skera svona skćting eins og frá HH hér á undan niđur viđ trog. Trúarbrögđ eiga lítiđ erindi í hitatölur

Elvar ástráđsson (IP-tala skráđ) 1.2.2019 kl. 12:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a
  • w-blogg110424b
  • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 216
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 1995
  • Frá upphafi: 2347729

Annađ

  • Innlit í dag: 189
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 183
  • IP-tölur í dag: 176

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband