Hefđi reiknast - hefđi ekki veriđ mćlt

Eftir hver áramót giskar ritstjóri hungurdiska á árshita í Reykjavík međ ţví einu ađ nota vindáttatíđni í miđju veđrahvolfi, loftţrýsting og hćđ 500 hPa flatarins. Tveimur ađferđum er beitt og hafa báđar veriđ kynntar nokkuđ rćkilega í fornum fćrslum á bloggi hungurdiska. Sú fyrri giskar á hitann eftir ţykktargreiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar - og notar til ţess samband ársmeđalţykktarinnar og Reykjavíkurhitans undanfarna áratugi.

Ţykkt ársins 2018 var heldur neđan međallags aldarinnar til ţessa (hiti í neđri hluta veđrahvolfs um 0,5 stigum neđan međallags), en um 0,5 stigum ofan međallags 1961-1990 - og segir ađ Reykjavíkurhitinn hefđi „átt ađ vera“ 4,9 stig, en reyndin var 5,1 eđa 0,2 stig yfir giski. Nokkuđ gott (eins og oftast er ţegar ţykktin er notuđ til ađ giska).

Hin ađferđin notar stefnu og styrk háloftavinda og hćđ 500 hPa-flatarins og er almennt talsverđ ónákvćmari heldur en ţykktargiskiđ. Svo vill til ađ ţessu sinni ađ áttagiskiđ er nćr lagi, reiknar 5,2 stig. Áttagiskiđ hefur nokkuđ kerfisbundiđ skilađ of lágum tölum síđan fyrir aldamót - en er hér mjög nćrri lagi. Líkleg ástćđa hins kerfisbundna munar er hlýnun norđanáttanna á ţessari öld - miđađ viđ ţađ sem áđur var. Áriđ 2018 brá svo viđ ađ sunnanáttir voru međ tíđasta móti og sunnanátt í veđrahvolfi sú stríđasta síđan 1984.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir ţennan fróđleik. Trausti ţú minnist á hlýnun norđanáttarinnar á ţessari öld. Eru til einhversstađar tölur um ţađ? Ef ţađ er eins og tilfinning manns er fyrir norđanáttinni síđustu árin hlýtur hlýnunin ađ vera töluverđ međan sunnanáttin stendur í stađ, eđa hvađ?

Hjalti Ţórđarson (IP-tala skráđ) 24.1.2019 kl. 18:46

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Um ţetta var fjallađ í pistli ţann 4. desember 2016 (og auđvelt er ađ finna).

Trausti Jónsson, 24.1.2019 kl. 20:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2021
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110521a
 • w-blogg110521a
 • w-blogg080521a
 • w-blogg030521b
 • w-blogg030521a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.5.): 30
 • Sl. sólarhring: 505
 • Sl. viku: 2746
 • Frá upphafi: 2033666

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 2433
 • Gestir í dag: 23
 • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband