Hefði reiknast - hefði ekki verið mælt

Eftir hver áramót giskar ritstjóri hungurdiska á árshita í Reykjavík með því einu að nota vindáttatíðni í miðju veðrahvolfi, loftþrýsting og hæð 500 hPa flatarins. Tveimur aðferðum er beitt og hafa báðar verið kynntar nokkuð rækilega í fornum færslum á bloggi hungurdiska. Sú fyrri giskar á hitann eftir þykktargreiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar - og notar til þess samband ársmeðalþykktarinnar og Reykjavíkurhitans undanfarna áratugi.

Þykkt ársins 2018 var heldur neðan meðallags aldarinnar til þessa (hiti í neðri hluta veðrahvolfs um 0,5 stigum neðan meðallags), en um 0,5 stigum ofan meðallags 1961-1990 - og segir að Reykjavíkurhitinn hefði „átt að vera“ 4,9 stig, en reyndin var 5,1 eða 0,2 stig yfir giski. Nokkuð gott (eins og oftast er þegar þykktin er notuð til að giska).

Hin aðferðin notar stefnu og styrk háloftavinda og hæð 500 hPa-flatarins og er almennt talsverð ónákvæmari heldur en þykktargiskið. Svo vill til að þessu sinni að áttagiskið er nær lagi, reiknar 5,2 stig. Áttagiskið hefur nokkuð kerfisbundið skilað of lágum tölum síðan fyrir aldamót - en er hér mjög nærri lagi. Líkleg ástæða hins kerfisbundna munar er hlýnun norðanáttanna á þessari öld - miðað við það sem áður var. Árið 2018 brá svo við að sunnanáttir voru með tíðasta móti og sunnanátt í veðrahvolfi sú stríðasta síðan 1984.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan fróðleik. Trausti þú minnist á hlýnun norðanáttarinnar á þessari öld. Eru til einhversstaðar tölur um það? Ef það er eins og tilfinning manns er fyrir norðanáttinni síðustu árin hlýtur hlýnunin að vera töluverð meðan sunnanáttin stendur í stað, eða hvað?

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 18:46

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Um þetta var fjallað í pistli þann 4. desember 2016 (og auðvelt er að finna).

Trausti Jónsson, 24.1.2019 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 579
  • Sl. sólarhring: 646
  • Sl. viku: 3741
  • Frá upphafi: 2428463

Annað

  • Innlit í dag: 505
  • Innlit sl. viku: 3349
  • Gestir í dag: 484
  • IP-tölur í dag: 462

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband