9.1.2019 | 22:07
Smávegis um illviðrið
Mikill vestanstrengur er nú yfir landinu norðanverðu og verður í nótt og fram undir morgun. Það er sjálfsagt nokkuð tilviljanakennt hvar hann kemur niður - helst þó við fjöll og á fjallatindum og í skörðum er nú þegar fárviðri, mest hefur enn frést af 50 m/s á Gagnheiði og 35 m/s á Bjarnarfjarðarhálsi. Svo virðist sem allrasnarpasti strengurinn lendi að mestu fyrir norðan land. Við sjáum hann vel á spákorti harmonie-líkansins sem gildir kl.3 í nótt og sýnir 10-mínútna meðalvind í 100 metra hæð yfir landslagi líkansins.
Fárviðri er á brúnu svæðunum. Eins og sjá má er vindurinn stríðastur nokkuð fyrir norðan land en landslag æsir vind á landi upp staðbundið. Það eru ýmsir hlutir sem þarf að hafa í huga varðandi svona veður - fyrir utan vindinn sjálfan má nefna sjávarstöðu og brim. Loftþrýstingur er ekki sérlega lágur þannig að sjávarstaða verður ekki mjög há þess vegna - en aftur á móti getur sjór æst sig mjög - leið vinds yfir opið haf er lengri en oft er á þessum árstíma á þessum slóðum - hafís með minna móti - brim getur því sótt að ströndinni og áhlaðandi sem strengurinn býr til gæti orðið töluverður þegar áttin snýr sér úr suðvestri í vestur og vestnorðvestur. Og haugasjór verður auðvitað á djúpmiðum.
Eins og sagði er loftþrýstingur fremur hár samfara þessu veðri. Lægðin er í óðadýpkun við strönd Grænlands norður af Scoresbysundi og hreyfist allhratt austur til Norður-Noregs.
Kortið sýnir stöðuna eins og evrópureiknimiðstöðin metur að hún verði kl.6 í fyrramálið. Hér eru þrýstilínur dregnar á 2 hPa bili og sýnast því þéttari en á hefðbundnum kortum þar sem 4 eða 5 hPa eru á milli þeirra. En ískyggilegt er línuhneppið undan Norðausturgrænlandi og lægðin sjálf komin niður í 949 hPa í miðju. Mjög hvasst er enn í lofti hér við land á þeim tíma sem kortið gildir - en fer að ganga niður upp úr því. Spáin fyrir Norður-Noreg og Svíþjóð norðanverða er mjög slæm - og eins og hér verður veðrið verst til fjalla - en mikil sjávargangsgusa mun koma upp að ströndum Noregs allt suður undir Mæri og víða mun sjóða á boðum og ólga verða í sundum.
Við sjáum í næstu lægð í suðvesturjaðri kortsins. Hún á að koma hingað á föstudag. Svo virðist samt sem hún verði ekki mjög afgerandi - því hún er með eina enn lægð í bakið sem kemur á laugardaginn. En þetta er samt viðkvæm staða og ekki rétt að vera allt of kærulaus gagnvart henni.
Norðurhvelskortið sýnir stöðuna í 500 hPa síðdegis á föstudag. Þá er bylgjan sem tilheyrir föstudagslægðinni yfir landinu - við sjáum að ekki er hún mjög stór. Hlýtt loft er enn í framrás sunnan Grænlands þó spár virðist sammála um að því gangi ekki alveg jafn greitt til landsins og því sem nú er yfir okkur.
Kalda loftið yfir Evrópu austanverðri teygir sig allt til Afríkustranda - en gefur eftir í bili undan framrás hlýrri strauma úr norðvestri. Áframhald verður á óróa þar um slóðir. Kuldapollarnir miklu Stóri-Boli og Síberíu-Blesi eru vel þroskaðir þessa dagana - en aðskildir að mestu af dálítilli hæð í námunda við norðurskautið. Staða Stóra-Bola er nokkuð óráðin - flestar langtímaspár hafa verið að gera ráð fyrir hryggjarmyndun og jafnvel fyrirstöðu í námunda við Grænland á næstunni - en einhvern veginn hefur slíkt ekki látið sjá sig í þeim spám sem mesta upplausn hafa - en lengi er þó von á einum.
Hitinn í dag var óvenjulegur, tölurnar einhverjar þær hæstu sem sést hafa á landinu í janúar (hæst þegar þetta er ritað eru 18,9 stig á Dalatanga). Janúarmetið á Dalatanga 19,6 stig frá þeim 15. árið 2000 situr þó enn þegar þetta er ritað (þó litlu muni), en landsdægurhámarksmet þess 10.er fallið - þrátt fyrir það að hafa verið 17,0 stig, sett á Dalatanga 1949. Reyndar er þetta gamla janúarmetið í huga ritstjóra hungurdiska (og sjálfsagt sumra annarra veðurnörda líka) - það stóð allt fram til 1992 að Dalatangi gerði betur og fór í 18,8 stig.
Ýmiskonar leiðindi hrjá nú tölvukerfi Veðurstofunnar og hafa m.a. áhrif á aðgengi ritstjóra hungurdiska að gögnum (það er þó minnsta áhyggjuefnið) - og þar með skrif hans. Vonandi veður komist fyrir þessa alvarlegu pest sem fyrst.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 10.1.2019 kl. 01:45 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 8
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 2461366
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 565
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.