28.12.2018 | 23:00
Enn einu hlýju ári að ljúka
Menn eru nú svo farnir að venjast hlýindunum að talað er um árið 2018 sem meðalár hvað hita varðar. Endanleg skipan þess í sæti verður að sjálfsögðu ekki ljós fyrr en því er alveg lokið (sætakeppnin er hörð) en það er alla vega 23. árið í röð sem hiti er yfir meðallagi áranna 1961-1990 í Reykjavík. Svo virðist sem meðalhitinn þar endi í 5,1 stigi - eða þar um bil og í um það bil 4,6 stigum á Akureyri. En bíðum með endanlegt uppgjör. Þangað til lítum við á mynd sem sýnir ársmeðalhita í Stykkishólmi frá 1798 að telja. Þar virðist ársmeðalhitinn ætla að enda í 4,5 stigum.
Hér má glöggt sjá að árið 2018 er í flokki þeirra hlýrri á langtímavísu, hitinn +1,1 stigi ofan meðallags alls tímabilsins - og hlýrra en nær öll ár kuldaskeiðsins 1965 til 1995 - og á hlýskeiðinu frá 1925 til 1964 voru aðeins tíu ár (af 40) hlýrri en 2018. Á allri 19.öld finnum við e.t.v. 1 til 2 jafnhlý ár eða hlýrri - aðeins.
En hvernig horfir málið við ef við fjarlægjum hina almennu hlýnun? Það sýnir næsta mynd.
Tölurnar á lóðrétta ásnum eru marklausar sem slíkar - við getum ímyndað okkur að þær segi frá hitanum hefði engrar almennrar hlýnunar gætt (þannig er það þó auðvitað ekki). Meðalhiti alls tímabilsins er 2,9 stig - og árið 2018 +0,3 stig ofan þess meðaltals. Hér sést enn betur heldur en á hinni myndinni hvað tímabilaskipting er mikil - hvað kólnar og hlýnar skyndilega - jafnvel á aðeins 1 til 3 árum. Sömuleiðis sést mjög vel að breytileiki frá ári til árs var mun meiri á 19.öld heldur en nú. Líklega tengist það mun meiri hafís í norðurhöfum þá heldur en þar hefur verið á síðari árum. - Norðanáttin var mun kaldari heldur en sama átt nú - ef hún á annað borð var ríkjandi.
En árið 2018 er - hvað hitafar varðar - ekki boðberi neinna breytinga frá því sem verið hefur á þessari öld. Hlýskeið hennar ríkir enn. Hvenær því lýkur vitum við ekki. Þetta hlýskeið kom nokkuð óvænt (alla vega var óvænt hversu snögglega það skall á) - kuldaskeiðið 1859 til 1925 stóð í meir en 60 ár - þeir sem bjuggust við að einhver regla væri ríkjandi í skipan hlý- og kuldaskeiða gátu alveg eins vænst þess að kuldinn sem hófst 1965 stæði í 30 ár til viðbótar því sem hann gerði (væri kannski að ljúka upp úr 2020). Þeir sem enn halda fram einhverri reglu gætu sagt að hlýskeiðið ætti að standa í 40 ár - rétt eins og þau tvö fyrri sem við þekkjum allvel gerðu. - En það hefur nú ekki staðið nema í rúm 20. - En það er engin regla - núverandi hlýskeiði gæti lokið á morgun - eða það haldið áfram eða magnast enn frekar - aukist hin almenna hlýnun eins og sumir vænta.
En við lítum betur á árið 2018 þegar því er endanlega lokið - það var t.d. mjög úrkomusamt og úrkomudagar óvenju margir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 985
- Sl. sólarhring: 1099
- Sl. viku: 3375
- Frá upphafi: 2426407
Annað
- Innlit í dag: 879
- Innlit sl. viku: 3035
- Gestir í dag: 859
- IP-tölur í dag: 793
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.