Eitt af fimm hlýjustu árum eystra

Árið 2018 var enn hlýrra austanlands heldur en um landið sunnan- og vestanvert. Svo virðist sem meðalhitinn á Teigarhorni sé sá fimmti (til sjötti-) hæsti frá upphafi mælinga þar 1873. Árin sem voru hlýrri eru 2014, 2016, 2017 og 2003 - jafnhlýtt var 1972. Á Egilsstöðum ná áreiðanlegar mælingar ekki nema aftur til 1955, en á þeim tíma er árið 2018 það fimmtahlýjasta - sömu ár hlýrri þar og á Teigarhorni, nema minna munar á 2018 og því hlýjasta (2014). 

Að halda því fram að árið 2018 sé annað hvort kalt eða meðalár er auðvitað fráleitt í þessu samhengi. 

Við lítum á línurit.

w-blogg301218

Hiti á Teigarhorni og Egilsstöðum fylgist allvel að - þó vetur séu kaldari á síðarnefnda staðnum og sumur hlýrri - ár eru hlý eða köld á báðum stöðum samtímis - en röðin auðvitað ekki sú nákvæmlega sama. 

Langtímaleitni á Teigarhorni reiknast +1,3 stig á öld - mun meiri heldur en í Stykkishólmi, en munurinn stafar af einhverju leyti af lengd viðmiðunartímabilsins - það er mun lengra í Hólminum og nær alveg yfir allt 19.aldarhlýskeiðið - sem mæliröðin á Teigarhorni sér ekki. Núlíðandi áratugur hefur verið sérlega hlýr við austurströndina - sérstaklega frá og með 2014. Líklega hefur aðstreymi kaldsjávar að norðan (og/eða uppstreymi að neðan) „brugðist“ í Austuríslandsstraumnum - en það eru bara vangaveltur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 178
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annað

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband