10.12.2018 | 14:13
Tvö landsynningsveður
Þegar þetta er skrifað (um hádegi mánudaginn 10.desember) er að hvessa af suðaustri á landinu. Veðrið á að ná hámarki í kvöld - fyrst suðvestanlands en síðan í öðrum landshlutum. Á morgun gerir síðan annað suðaustanveður. Spár hafa lengi (furðulengi) verið nokkuð samstíga með fyrra veðrið - reyndar komnir 10 dagar síðan fyrst var á það minnst - og það þá þegar sett á þennan dag. Síðara veðrið hefur hins vegar verið mun óljósara - dregið hefur verið úr og í varðandi afl þess - allt frá því að gera nákvæmlega ekkert úr því og yfir í að halda fram skaðræði. Ætli niðurstaðan verði ekki einhvers staðar mitt á milli.
Bæði veðrin eru af suðaustri og kallast sannarlega landsynningsveður - suðaustur er nefnist líka landsuður. Hinu dæmigerða landsynningsveðri fylgir mikil slagviðrisúrkoma. Eðli þessara tveggja veðra er nokkuð misjafnt. Það fyrra er öflugast neðarlega í veðrahvolfi - í því sem klúðurslega hefur verið kallað lágröst (finnum einhvern tíma betra orð), en það síðara teygir sig niður úr háloftunum - úr meginröstinni upp við veðrahvörfin í einskonar hesi í átt til jarðar. Við getum alveg kennt slík veður við rasterhes.
Vinddreifingin sést vel á myndum - vindsneiðum sem við lítum á hér að neðan.
Efst í hægra horni má sjá lítið Íslandskort - þar má sjá dregna línu norður með Vesturlandi. Þar liggur sneiðin á myndinni. Gráu svæðin neðst á henni eru Snæfellsnes og Vestfirðir. Lárétti kvarðinn sýnir breiddarstig - þau lægstu lengst til vinstri. Lóðrétti kvarðinn er í hæðina - merktur í hPa og nær frá sjávarmáli og upp í 250 hPa - (í um 10 km hæð). Litir sýna vindhraða, vindörvar vindátt (eins og um venjulegt veðurkort væri að ræða) og heildregnar línur sýna mættishita (við höfum engar áhyggjur af honum að þessu sinni).
Kortið gildir kl.19 í kvöld, mánudag. Sjá má að gríðarmikill vindur er yfir Faxaflóa, meira en 40 m/s - af suðaustri. Þetta er lágröstin - orðin til þar sem hlýtt loft er að leitast við að ryðja kaldara burt (við sjáum þau átök reyndar á halla jafnmættishitalínanna). Núningur í neðstu lögum dregur úr vindi þar - en þessi mikli vindur gæti náð sér á strik á stöku stað niðri við yfirborð. Þetta er mjög dæmigerð landsynningsmynd - við sjáum hana ótal sinnum á hverju ári - vindstyrkur þó mjög mismunandi. Takið sérstaklega eftir því að vindur er þónokkru minni ofan við - t.d. í 3 km hæð (700 hPa).
Síðari myndin sýnir tillögu líkansins um það hvernig sama sneið á að líta út kl.14 síðdegis á morgun, þriðjudag 11.desember:
Hér er vindhraðadreifing nokkuð önnur. Vindur er mestur uppi við veðrahvörfin - og hámerkið teygir sig í átt til jarðar sem einskonar hes. Þetta er inni í hlýjum geira lægðakerfisins. Eins og áður sagði hefur enn ekki orðið til fullt samkomulag í líkönum um það hversu hvasst verður í þessum síðari landsynningi.
Veruleg hlýindi fylgja síðari landsynningnum - rétt að rifja upp að hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í desember er 12,0 stig. Það hefur gerst tvisvar, 1997 og 2002. Slíkum hita er reyndar ekki spáð nú - úrkoma verður líklega of mikil og uppgufun hennar kælir loftið. En mættishiti í 850 hPa fer í 17 stig yfir Reykjavík (og í meir en 21 stig yfir Norðausturlandi) á morgun. - En dæmi eru um enn hærri mættishita í desember - m.a. methitadagana áðurnefndu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 214
- Sl. sólarhring: 412
- Sl. viku: 2573
- Frá upphafi: 2439508
Annað
- Innlit í dag: 184
- Innlit sl. viku: 2340
- Gestir í dag: 173
- IP-tölur í dag: 162
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.