Upp á viđ (eđa hvađ?)

Viđ skulum nú velta okkur ađeins upp úr sólarhringsmeđalhita desembermánađar í Reykjavík, en ekki má ţó taka ţessa umfjöllun mjög alvarlega ţví á henni eru ákveđnir annmarkar ţar sem nokkuđ gisk ţarf til ađ finna hita hvers sólarhrings á fyrri hluta ţess tímabils sem litiđ er á - viđ treystum ţví hins vegar ađ tilviljun sjái til ţess ađ giskiđ sé ekki kerfisbundiđ rangt - ţó rangt sé giskađ á hita einstakra daga (- jćja). En ađallega til skemmtunar fyrir nördin sum sé.  

En lítum fyrst á tíđnirit.

w-blogg091218a

Hér má sjá hvernig sólarhringsmeđalhitinn dreifist. Blái ferillinn á myndinni sýnir allt tímabiliđ frá 1872 til 2017, tćplega fjögur ţúsund og fimm hundruđ daga alls. Dreifingin er ekki alveg samhverf um međaltaliđ - mjög kaldir dagar eru fleiri en ţeir mjög hlýju - ţeir sem eru kaldara megin viđ miđju dreifast á 17 stig, en ţeir hlýrra megin á ađeins ellefu. Um 80 prósent daga er međalhitinn á bilinu -5,0 til +4,9 stig - og um 20 prósent daga á bilinu -1,0 til +0,9 stig. Frostmarkssćkinn stađur Reykjavík í desembermánuđi (og reyndar allan veturinn).

Grćni ferillinn sýnir sams konar talningu á árunum 1872 til 1900 en sá rauđi á viđ fyrstu 17 ár ţessarar aldar. Ţađ hefur veriđ mun hlýrra nú upp á síđkastiđ heldur en var á fyrra skeiđinu. Nú er sólarhringsmeđalhiti ofan viđ 5 stig um ţađ bil sjötta hvern dag í desember, en á ţví skeiđi 19. aldar sem viđ sjáum hér var hitinn svo hár ađeins einn dag af hverjum 25 eđa svo. Ţetta munar miklu. Međalhiti í desember er líka mun hćrri, var -1,3 stig, en hefur á ţessari öld veriđ +1,0 stig. Á fyrra skeiđinu var sólarhringsmeđalhitinn neđan viđ -9 stig um ţađ bil 20. hvern dag  eđa 1 sinni til 2 í hverjum desembermánuđi. Á ţessari öld hafa slíkir dagar ađeins veriđ tveir í desember. 

En - nú spyrja sumir: Hvađ međ hlýindaskeiđiđ mikla á 20.öld - hvernig var međ ţađ. Á árunum 1926 til 1965 var međalhiti í desember +0,7 stig, ađeins 0,3 stigum lćgri en á ţessari öld. 

Síđari myndin ber saman hita ţessara tveggja hlýskeiđa.

w-blogg091218b

Lárétti ásinn sýnir hita - eins og á fyrri myndinni, en súlurnar eru mismunur tíđni sólarhringshitans á ţessum tveimur hlýskeiđum. Séu gildi jákvćđ hafa ţau veriđ algengari á ţessari öld heldur en á fyrra hlýskeiđi. Skiptingin er nokkuđ undarleg. Dagar ţegar sólarhringsmeđalhiti er yfir 5 stig hafa veriđ algengari nú en ţá - eins og áđur sagđi er nú sjötti hver dagur svo hlýr, en á árunum 1926 til 1965 var tíundi hver dagur hlýr. Dagar međ hita um og rétt yfir frostmarki eru fćrri nú en var - en aftur á móti er -2 til -4 stiga frost nokkuđ algengara - og dagar ţegar sólarhringsmeđalhiti er lćgri en -7 stig eru helmingi fćrri nú en var á fyrra hlýskeiđinu. - Lóđréttu línurnar á myndinni sýna međalhita tímabilanna tveggja (rétt eins og á fyrri mynd). 

Hlýjastur desemberdaga (hćstur sólarhringsmeđalhiti) í Reykjavík 1871 til 2017 er sá 14. áriđ 1997, ţá var međalhitinn 10,2 stig, nćsthlýjastur var sá 10. áriđ 2001. 

Kaldastur var annar í jólum áriđ 1880, ţá var sólarhringsmeđalhitinn -16,3 stig. Sá kaldasti í minni núlifandi manna er í 6.sćti á listanum međ -14,1 stig. Ţađ var sá 28. áriđ 1961. Kaldastur á ţessari öld var sá 5. áriđ 2013, međalhiti -10,6 stig, nćstkaldast var á ţorláksmessu áriđ 2004, međalhiti -9,5 stig. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 64
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 1439
  • Frá upphafi: 2351023

Annađ

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 1248
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband