Fremur hlýir dagar

Síđustu dagar hafa veriđ fremur hlýir á landinu miđađ viđ árstíma en marka engin tíđindi - dagar sem ţessir eru nokkuđ algengir í nóvember. Slatti af dćgurmetum hefur ţó falliđ á einstökum veđurstöđvum - ekki ţó á neinum sem starfrćktar hafa veriđ lengi nema hvađ slík met hafa falliđ á fáeinum hálendisstöđvum, t.d. í Jökulheimum og í Setri. - En komi hlýir dagar fellur alltaf eitthvađ af stöđvadćgurmetum.

Ţó hlýindi verđi e.t.v. ekki alveg samfelld áfram er ţó ekki ađ sjá neina verulega kulda í kortunum. Hér ađ neđan má sjá spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um hćđ 500 hPa-flatarins og hćđarvik nćstu viku, dagana 12. til 18.nóvember - og reiknimiđstöđin segir ađ líkur séu á svipuđu ástandi í vikunni ţar á eftir líka.

w-blogg091018b

Eins og sjá má verđur sunnanáttin í háloftunum mun öflugri heldur en venja er til, mjög jákvćđ vik eru austan viđ land, en neikvćđ suđvestur af Grćnlandi. Nokkur lćgđarsveigja er á jafnhćđarlínunum og bendir hún til ţess ađ úrkoma verđi töluverđ. En ţetta er međalkort fyrir heila viku og eins og venjulega rétt ađ hafa í huga ađ vćntanlega bregđur út af ţessari almennu stöđu einstaka daga - e.t.v. međ kaldara veđri.

Til gamans lítum viđ líka á sams konar kort - en fyrir nóvembermánuđ allan fyrir 50 árum. Sá mánuđur var ađ tiltölu hlýjastur allra mánađa áranna 1966 til 1971 - ágćt áminning um ađ hlýir mánuđir geta skotist inn á köldum tímabilum sé stađa háloftavinda nćgilega afbrigđileg. Á sama hátt geta mjög kaldir mánuđir sýnt sig á hlýjum tímum.

w-blogg091018a

Hér má sjá stöđu sem ekki er ósvipuđ ţeirri sem spáđ er í nćstu viku - hér er ţó um heilan mánuđ ađ rćđa og mjög óvíst ađ núlíđandi nóvember nái einhverju viđlíka í heild - líkur eru heldur gegn ţví (en aldrei ađ vita). 

Tíđ í nóvember 1968 fćr góđa dóma í Veđráttunni tímariti Veđurstofunnar (en ţađ er ađgengilegt á timarit.is). Hörmulegt sjóslys varđ viđ suđurströndina, en ritstjóri hungurdiska hefur ekki flett upp á hvađa hátt veđur kom ţar viđ sögu. Rigningar ollu skriđuföllum austanlands:

Tíđarfariđ var hlýtt og hagstćtt lengst af. Tún voru mikiđ til grćn, og blóm sprungu út í görđum. Fé gekk úti og var lítiđ eđa ekkert gefiđ. Fćrđ var yfirleitt góđ.

Skađar. Ţ.10. fórst vélskipiđ Ţráinn undan Mýrdalssandi og međ ţví 9 manns. Í stórrigningunum ţ. 12. og 13. urđu miklar skemmdir víđa austanlands á svćđinu frá Borgarfirđi eystra ađ Hornafirđi. Vegir urđu víđa ófćrir sökum skriđuhlaupa, og brýr og rćsi skemmdust. Tvćr skriđur féllu á hús í Norđfirđi, og varđ fólk ađ flýja úr húsum ţar. Vegaskemmdir urđu einnig á Hérađi, og í Fljótsdal urđu nokkrir fjárskađar, og skriđur féllu á tún. Víđa var símasambandslaust.

Viđ lítum líka á sjávarhitavika- og hafískort frá nóvember 1968 - úr fórum evrópureiknimiđstövđvarinnar. Ekki ljóst hversu áreiđanleg vikakortin eru.

w-blogg091018c

Ţetta er ólíkt ţví sem nú er. Mesta athygli vekur auđvitađ ísmagniđ viđ Austur-Grćnland - ísţekjan nćr hér alveg til Jan Mayen. Nú er nánast enginn ís á öllu ţessu svćđi - nema rétt viđ strendur Norđaustur-Grćnlands. Íss er ekki getiđ hér viđ land í nóvember 1968, en hann var ekki langt undan í desember. Á útmánuđum 1969 er taliđ ađ flatarmál austurgrćnlandsíssins hafi náđ milljón ferkílómetrum, ţađ mesta eftir 1920. Fyrir 15 árum var međaltaliđ komiđ niđur í helming ţess og á síđustu árum hefur ísmagniđ veriđ enn minna.

Í nóvember 1968 voru mjög vćg jákvćđ sjávarhitavik sunnan viđ land, en kalt var langt suđur í hafi og fyrir norđan. 

Vonandi ađ vel fari međ nú.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 323
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 1897
  • Frá upphafi: 2350524

Annađ

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 1694
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 231

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband