9.11.2018 | 14:16
Fremur hlýir dagar
Síðustu dagar hafa verið fremur hlýir á landinu miðað við árstíma en marka engin tíðindi - dagar sem þessir eru nokkuð algengir í nóvember. Slatti af dægurmetum hefur þó fallið á einstökum veðurstöðvum - ekki þó á neinum sem starfræktar hafa verið lengi nema hvað slík met hafa fallið á fáeinum hálendisstöðvum, t.d. í Jökulheimum og í Setri. - En komi hlýir dagar fellur alltaf eitthvað af stöðvadægurmetum.
Þó hlýindi verði e.t.v. ekki alveg samfelld áfram er þó ekki að sjá neina verulega kulda í kortunum. Hér að neðan má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og hæðarvik næstu viku, dagana 12. til 18.nóvember - og reiknimiðstöðin segir að líkur séu á svipuðu ástandi í vikunni þar á eftir líka.
Eins og sjá má verður sunnanáttin í háloftunum mun öflugri heldur en venja er til, mjög jákvæð vik eru austan við land, en neikvæð suðvestur af Grænlandi. Nokkur lægðarsveigja er á jafnhæðarlínunum og bendir hún til þess að úrkoma verði töluverð. En þetta er meðalkort fyrir heila viku og eins og venjulega rétt að hafa í huga að væntanlega bregður út af þessari almennu stöðu einstaka daga - e.t.v. með kaldara veðri.
Til gamans lítum við líka á sams konar kort - en fyrir nóvembermánuð allan fyrir 50 árum. Sá mánuður var að tiltölu hlýjastur allra mánaða áranna 1966 til 1971 - ágæt áminning um að hlýir mánuðir geta skotist inn á köldum tímabilum sé staða háloftavinda nægilega afbrigðileg. Á sama hátt geta mjög kaldir mánuðir sýnt sig á hlýjum tímum.
Hér má sjá stöðu sem ekki er ósvipuð þeirri sem spáð er í næstu viku - hér er þó um heilan mánuð að ræða og mjög óvíst að núlíðandi nóvember nái einhverju viðlíka í heild - líkur eru heldur gegn því (en aldrei að vita).
Tíð í nóvember 1968 fær góða dóma í Veðráttunni tímariti Veðurstofunnar (en það er aðgengilegt á timarit.is). Hörmulegt sjóslys varð við suðurströndina, en ritstjóri hungurdiska hefur ekki flett upp á hvaða hátt veður kom þar við sögu. Rigningar ollu skriðuföllum austanlands:
Tíðarfarið var hlýtt og hagstætt lengst af. Tún voru mikið til græn, og blóm sprungu út í görðum. Fé gekk úti og var lítið eða ekkert gefið. Færð var yfirleitt góð.
Skaðar. Þ.10. fórst vélskipið Þráinn undan Mýrdalssandi og með því 9 manns. Í stórrigningunum þ. 12. og 13. urðu miklar skemmdir víða austanlands á svæðinu frá Borgarfirði eystra að Hornafirði. Vegir urðu víða ófærir sökum skriðuhlaupa, og brýr og ræsi skemmdust. Tvær skriður féllu á hús í Norðfirði, og varð fólk að flýja úr húsum þar. Vegaskemmdir urðu einnig á Héraði, og í Fljótsdal urðu nokkrir fjárskaðar, og skriður féllu á tún. Víða var símasambandslaust.
Við lítum líka á sjávarhitavika- og hafískort frá nóvember 1968 - úr fórum evrópureiknimiðstövðvarinnar. Ekki ljóst hversu áreiðanleg vikakortin eru.
Þetta er ólíkt því sem nú er. Mesta athygli vekur auðvitað ísmagnið við Austur-Grænland - ísþekjan nær hér alveg til Jan Mayen. Nú er nánast enginn ís á öllu þessu svæði - nema rétt við strendur Norðaustur-Grænlands. Íss er ekki getið hér við land í nóvember 1968, en hann var ekki langt undan í desember. Á útmánuðum 1969 er talið að flatarmál austurgrænlandsíssins hafi náð milljón ferkílómetrum, það mesta eftir 1920. Fyrir 15 árum var meðaltalið komið niður í helming þess og á síðustu árum hefur ísmagnið verið enn minna.
Í nóvember 1968 voru mjög væg jákvæð sjávarhitavik sunnan við land, en kalt var langt suður í hafi og fyrir norðan.
Vonandi að vel fari með nú.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 827
- Sl. viku: 2654
- Frá upphafi: 2435648
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2413
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.